Leita í fréttum mbl.is

Aldrei skal það viðurkennt!

Hver skyldi vera ástæðan fyrir þessu?..Fáir hafa nýtt sér úrræðin!
"Forsætis- og fjármálaráðherra segja þetta vonbrigði en sé þó ekki til marks um að ríkisstjórninni hafi mistekist ætlunarverk sitt um að slá skjaldborg um heimilin".
Það skyldi þó aldrei vera að Skjaldborgin sé einhverstaðar annarsstaðar þar sem fólk finnur hana ekki. Að úrræðin séu svo langt frá veruleikanum að þau séu ekki fyrir hinn venjulega borgara sem hefur einfaldlega gefist upp.

mbl.is Okkur hefur ekki mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum það sem við borðum.

Það eru örugglega nokkrir sem glíma við offitu vegna einhvers líffræðilegs galla. En stór hluti Íslendnga borðar of mikið og hreyfir sig of lítið. Verst að sjá hvað hlutfall feitra barna hækkar..Innivera yfir tölvum og minni hreyfing..Þetta ber allt að sama brunni. „Fleiri borða orkumeiri mat og fólk hreyfir sig of lítið,“ segir Hólmfríður hjá lýðheilsustöð..
Snúum nú dæminu við..það er aldrei of seint!!
mbl.is Faraldur offitu hefur lagst þungt á þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti?

Var ekki verið að tala um að hafa samráð við alla flokka. Sjálfstæðisflokkurinn er nú sá stærsti hvort sem fólki líkar það betur eða verr.
mbl.is Sjálfstæðismönnum ekki boðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreyttur eða áhugalaus.

Auðvitað getur það komið fyrir besta fólk að dotta svona. En það læðist nú sá grunur að manni að fundarefnið hafi verið eins og vögguvísa fyrir dómsmálaráðherrann. Allavega heyrðist mér rætt um álver þarna!
mbl.is Dottaði á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfstjórn

Það verður að mynda annað hvort starfstjórn eða utanþingsstjórn. Það er engin svo utanveltu að hann finni ekki og sjái hvað ástandið í þjóðfélaginu er alvarlegt. Þeir sem fitja upp á nefið og segjast ekki nenna að taka þátt í umræðunni eru í miklum minnihluta. Ég hef aldrei orðið vör við eins mikla umræðu manna á millum um stjórnmál eins og nú..Flokkarnir tveir sem nú stjórna eru svo ólíkir innbyrðis að þeir eru ekki að ná því þó góða sem þeir ætluðu sér. Að því marki sem flokkarnir buðu upp á annað en endurreisn vísaði framtíðarstefnan í gerólíkar áttir. Enda hefur endurreisnin látið bíða eftir sér. Norrænu velferðarstjórninni hefur mistekist. Við þurfum kosningar í vor og bráðabrigðastjórn fram að því..helst stjórn allra flokka.
mbl.is Ný verkefnisstjórn taki við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í dag.

Einmuna veðurblíða í allt sumar og svo núna áfram í haust..Guð hefur sent okkur blessun sína. Nú getum við talað á GÓÐUM nótum..um uppáhaldsumræðuefni Íslendinga í gegnum árin!
mbl.is Áfram sumarveður á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti, besti...ótrúlegt!

Ég ók Hverfisgötuna í dag..
Besti flokkur Borgarinnar lét sérmerkja hjólreiðavegi þar! En nú sá ég menn vera að skrapa og sandblása allt í burtu! Er þetta atvinnubótavinna Besta-flokksins?..
Kannski er ég nútíma Gróa á Leiti.. En á þingi sambands Íslenskra sveitarfélaga var Besti flokkurin upptekinn í tölvum sínum á þinginu og hafði engan tíma fyrir venjubundin verk..Eins og Gróu er lagið selur hún það ekki dýrara en hún keypti.
mbl.is Heiða nýr framkvæmdastjóri Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Fjallabyggð

Gott að fá einstaka sinnum góðar fréttir. Allar fréttir um bættar samgöngur eru góðar.Smile
mbl.is Eins og á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓLÍNA

Kannski veit ekki Ólína að fólk sér ekki út úr augum í orðsins fyllstu merkingu. Fólk er reitt út af efnahagsástandinu. Það er rétt. En fólk er líka reitt út í stjórnmálamenn sem koma ekki með lausnir sem þeir þó lofuðu fyrir kosningar. Þær kosningar voru þó þegar hrunið var afstaðið! Stjórnmálamenn sem lofuðu Skjaldborg um heimilin. Sú Skjaldborg er að engu orðin í mínum huga. Ég vil uppstokkun. Ég vil að við fáum að kjósa upp á nýtt. Ég VAR Samfylkingarmaður. Ég hélt eins og fáviti að svona vinstri sameinað fólk (eins og Sf) stæði vörð um lítilmagnan, hvernig sem blési. En nei, það er bankakerfið sem er LÁTIÐ ráða hlutunum.
mbl.is Verðum að standa saman sem þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið þessu og farið að vinna fyrir framtíðina.

Hún var góð sagan um rútuna..Hún lenti útaf og út í skurð..Farþegarnir, sem voru laskaðir en á lífi byrjuðu að karpa um hver hefði valdið útafkeyrslunni! Keyrði einhver annar fyrir rútuna? Var það bílstjórinn? Var hann fullur? Gaf kanturinn sig? Enginn fór í það stóra verkefni að koma ökutækinu upp á veg. Svona finnst mér stjórnvöld á Íslandi haga sér...Farið vinsamlegast að sjá aðalatriðin!!!
mbl.is Atkvæði um málshöfðun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband