Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Augu almennings.

Það er vel ef allra augu verða á Íslandi á næstunni. Þá ekki aðeins augu frekjulegra ráðamanna í Bretlandi og Hollandi heldur almennings í löndunum í kring um okkur. Það er ekki spurning að ákvörðun forseta Íslands vakti athygli á réttindum manneskjunnar til að hafa eitthvað að segja um framtíð sína.
mbl.is Allra augu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott tækni.

Ég tek ofan fyrir þessu björgunarteymi okkar, einnig hér á Íslandi. Kemur skemmtilega á óvart að Google Earth sé notuð. Og þeir sem þekkja þetta forrit þurfa ekki að vera hissa. Og gott að það skuli hafa verið teknar nýjar myndir. Ég sé litinn á bíl frænku minnar í innkeyrslu í Florida t.d.. Ég endurtek góðar óskir til þessa frábæra fólks okkar í Tahíti.
mbl.is Google Earth aðstoðar við björgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta endalaust.

Ég hélt að við værum búin að fá skammtinn af þessu fjármálasukki. Ætlar þetta engan enda að taka? Hræða ekki spor fjármálasukkara síðustu ára. Nei líklega ekki. Það er nefnilega lítið farið að koma í ljós hvort þessir víkingar síðustu ára fái dóma. Svo það hræðir ekki nýja kynslóð fjárglæfra ennþá.
mbl.is Grunur um fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórt kraftaverk.

Björgun hvers og eins úr rústunum er stórt kraftaverk. Þessar hamfarir eru hrikalegar og sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Megi allar góðar vættir vaka yfir björgunarmönnum.
mbl.is Björgun Dana „lítið kraftaverk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt smátt gerir eitt stórt.

Þó við Íslendingar séum kannski ekki aflögufærir núna finnst mér þetta gott mál. Minnkum bara risnu æðstu ráðamanna í staðinn! Við vitum aldrei heldur hvenær við gætum þurft á aðstoð að halda á eldfjalla og jarðskjáftaeyjunni Íslandi.
mbl.is Íslensk stjórnvöld gefa 7 milljónir til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmynd íslenskra Útrásarvíkinga.

Það væri auðveldara lífið ef allir væru svona heiðarlegir eins og þessi leigubílstjóri. Íslenskir útrásarvíkingar sem flestir eru búsettir erlendis bjóða nú í hitt og þetta með okkar peningum. Ég skora á þá að skila þeim til réttra eigenda. Þjóðarinnar.
mbl.is Heiðarlegur leigubílstjóri skilaði milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða ferð.

Gangi þeim allt í haginn þessum vösku mönnum sem nú fara til Haíti. .Það er ekki að spyrja að því við eigum frábærar björgunarasveitir Gott að vita að við er þó snögg að hugsa núna.
mbl.is Lögð af stað til Haíti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í ökkla eða eyra.

Skrítið er þetta veðurfar. Snjóar á Spánverja meðan fólk er að kafna úr hita í Ástralíu. Þó að það sé sumar hjá þeim er þetta hæsti hiti í meira en öld.
mbl.is Heitasta nótt í 108 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott ef rétt er.

Líklega verðum við ekki með þeim sem fyrstir koma úr kafi. En það hljóta að vera góðar fréttir að fjármálakreppa heimsins sé að víkja aðeins. Kínverjar eru sagðir draga vagninn með nýhagkerfi. Þeir voru einmitt að fjárfesta á Íslandi á dögunum..Kannski veit það á eitthvað.
mbl.is Efnahagslíf heims að ná sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harkalegt!


Er þá ekki bara í lagi að láta heyra í sér Össur! Ég þoli ekki að stjórnvöld láti ekki heyra almennilega í sér. Endalaust er talað um hvað við séum fámenn og einmana í samfélagi þjóða. Látum reyna á það. En það þarf talsmenn!
mbl.is Íslendingar í vondum málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband