Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Ætlum við að lúta höfði?

Ætlum við að lúta Breska heimsveldinu eða vera þjóð sem þorir? Það kemur sennilega í ljós á næstu sólarhringum. Við getum haft áhrif á mannkynssöguna ef við þorum. En þora stjórnvöld okkar? Margar spurningar og fáum svarað. Við bíðum hin Íslenska þjóð með öndina í hálsinum og fáum litlu ráðið:(
mbl.is Leynifundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál!

Kom að því að þeir bugti sig ekki og beygi. Nú fáum við vonandi að kjósa um samninginn þann 6. mars og í mínum huga er ekkert vafamál að Íslendingar hafna honum. Ég er ekki sammála þeim sem segja að ekki þurfi að kjósa. Við höfum ekki annann samning í hendi. Og komin tími til að þessir kúgarar okkar skilji að við viljum sanngirni.. Fínt að þeir fái þrotabú Landsbankans, það er réttlátt, en ekki eigur okkar þessarra örfáu smælingja á litla Íslandi.
mbl.is Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland.

Fyrsti snjó-skellur vetrarins virðist vera núna hér á suðvesturhorninu. Nú brosa vinir mínir fyrir norðan út í annað. Í fyrsta skipti á þessum vetri er ég veðurteppt og kemst ekki í vinnuna. En við búum á Ísland en vorum kannski farin að trúa öðru :) Ef veðurfarið á okkar norðlægu slóðum væri það eina sem íþyngdi okkur, þá væri bara gaman að lifa. En nei aldeilis ekki. Icesave og önnur óáran, vitfirrtir kaupsýslu og bankamenn eru miklu verri en nokkur snjókorn. Við snjóinn ólst þessi þjóð upp en að hafa alið við brjóstið slíka ræningja er þyngra en tárum taki. En upp upp mitt geð..dugir ekki að láta þessa útrásarvíkinga taka frá sér geðið líka :)
mbl.is Erfið færð víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi sleppum við ekki?

Það er þetta eilífa umræðuefni, veðrið. Ég var að hlusta á Eirík Hauksson sem býr í Noregi. Hann kom til Íslands til að fagna 30 ára stúdentsafmæli sínu. Honum fannst hann koma inn í vorið. Gat ekið með niðurskrúfaða rúðu :) Það er líka búinn að vera svo mikill kuldi á hinum Norðurlöndunum að menn muna varla annað eins. En nú ætlar vetur konungur líklega að minna á sig hér. Ekki seinna vænna. Vona bara að hann flýti sé til baka blessaður.
mbl.is Beðið með mokstur vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frosin yfir Kastljósi.


Ég var lömuð yfir Kastljósinu í gærkvöldi..Satt að segja gat ég varla hreyft mig! Smátt og smátt erum við að fá að sjá inn í heim græðginnar. Að heyra lesið upp: Bróðir minn stal af mér milljarði í arðgreiðslum!!! Var ég stödd í reyfara? Hvernig í himninum getur einhverri mannveru fundist eðlilegt að fá milljarð í arðgreiðslu..Er þetta forsmekkurinn að því sem koma skal?
mbl.is Yfirheyrslur vegna Milestone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave og Icesave.

Það er nú ekki nokkur leið fyrir okkur forheimskan almúgann að botna í þessu kjaftæði. Ég vil ekki trúa að allt þetta fólk sem þarna fundar reyni hvað það getur að svipta okkur réttinum til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér finnst að við eigum að sýna heiminum að hér sé þrátt fyrir allt lýðræði. Icesavemálið er búið að klingja í eyrum í á annað ár og það hlýtur að vera hægt að bíða í nokkra daga í viðbót.
mbl.is Fundur hafinn um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör á prófkjör ofan.

Enn eitt prófkjörið að baki. Það hefur greinilega verið slegist í Kópavoginum. En hvað sem fólki kann að finnast um prófkjör eru þau samt besta leiðin sem við enn þekkjum til að sýna vilja kjósenda. Aðferðir í prófkjörum hafa reyndar oft verið umdeildar..Opið prófkjör-lokað prófkjör. En allavega er það mín skoðun að prófkjörsleiðin sé betri en uppstillingaleiðin. Þar eru það fáir útvaldir sem velja. Þetta á við alla flokka.. Best væri ef almenningur fengi svo í kosningum að velja af listunum óháð flokkum..Hvenær verður sú hugmynd að veruleika á Íslandi flokkakerfissins!
mbl.is Ármann öruggur í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur og nýbúið!

Hvað er í gangi hér á Reykjanesinu? Er sprungan að gliðna í sundur eða...Það eru ekki nema nokkrir dagar frá því svona ókyrrð mældist út af Eldey..Er sá stóri að koma..Vonandi ekki.
mbl.is Á þriðja hundrað jarðskjálftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldeilis góð frétt.

Allar svona fréttir eru vel þegnar í skammdegi fréttanna. Flugvöllurinn er að sækja í sig veðrið. Hefur reyndar oft verið ofarlega. En með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á Flugstöðinni undanfarin ár þá er hann að verða meðal þeirra bestu. Til hamingju Flugvallarrekendur.
mbl.is Besta þjónustan í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætt að botna...

Ég er steinhætt að botna í þessu öllu sem er að gerast hérna. Sumt metur einn skaðlegt en annar okkur til framdráttar. Ég hefði haldið að nýleg skrif þeirra sem hafa staðið framarlega í þessu Icesavemáli væru ekki okkur til góðs..Endalaus núningur manna á milli hér innanlands getur ekki verið til heilla..
mbl.is Bað RÚV að birta ekki fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband