Leita í fréttum mbl.is

ÓLÍNA

Kannski veit ekki Ólína að fólk sér ekki út úr augum í orðsins fyllstu merkingu. Fólk er reitt út af efnahagsástandinu. Það er rétt. En fólk er líka reitt út í stjórnmálamenn sem koma ekki með lausnir sem þeir þó lofuðu fyrir kosningar. Þær kosningar voru þó þegar hrunið var afstaðið! Stjórnmálamenn sem lofuðu Skjaldborg um heimilin. Sú Skjaldborg er að engu orðin í mínum huga. Ég vil uppstokkun. Ég vil að við fáum að kjósa upp á nýtt. Ég VAR Samfylkingarmaður. Ég hélt eins og fáviti að svona vinstri sameinað fólk (eins og Sf) stæði vörð um lítilmagnan, hvernig sem blési. En nei, það er bankakerfið sem er LÁTIÐ ráða hlutunum.
mbl.is Verðum að standa saman sem þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er nú kominn viss áfangi að lausn í húsnæðismálunum.

Íbúðalánasjóður má leigja út þær íbúðir sem hann á.

Þess vegna ætti ríkistjórnin að gefa út yfirlýsingu að fólk verði ekki borið út. 

Svo ætti sjávar og landbúnaðarráðherra að athuga hvort ekki væri ráðlegar að Íslendingar sjálfir borðuðu þetta kjöt sem er verið að selja til Arabíu á einhverju dumping verði.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.10.2010 kl. 21:53

2 identicon

Hún Ólína heldur að fólk viti ekki hverju það er að mótmæla. Ég held að hún ætti að fara að athuga hvað er að gerast í þjóðfélaginu fyrst hún heldur þessu fram. Ég vil líka fá að kjósa upp á nýtt.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég minnist útvarpsþáttar sem ég hlustaði á fyrir alllöngu síðan. Þar voru  gestirnir Sigmundir Gunnlaugsson, Tryggvi Herbertsson og Ólína Þorvarðardóttir. Umræðuefnið var efnahagsmál og lausnir fyrir heimilin. Þar varð Ólína sér til stórskammar, þar sem hún vissi ekkert, af því að hún gat ekkert. Hún reyndi að halda orðinu, og blaðra tóma þvælu. Því miður var það aðeins forsmekkurinn að því sem við höfum fengið að heyra frá henni síðar. Við fáum kosningar fljótlega, og þá þurfum við að fá faglega ríkisstjórn. Lilja Mósesdóttir mætti gjarnan vera í henni.

Sigurður Þorsteinsson, 1.10.2010 kl. 23:41

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Mér sýnist þegar þetta er ritað að eina lausn þessarar ríkisstjórnar er að auka enn skattaálögur á þjóðina.

Ég neyddist til þess fyrir allnokkru síðan að viðurkenna það fyrir sjálfri mér og öðrum að fólk í stjórnmálum lýtur einhverjum óskiljanlegum lögmálum.  

Í tíð fyrri ríkisstjórnar leit ég á Steingrím og Jóhönnu sem FÓLKIÐ sem gæti bjargað málunum, myndi láta gerningsmennina greiða það sem þeim bar, en því miður lítur út fyrir að við litla fólkið með breiðu bökin verðum dregin til ábyrgðar. 

Undirlægjuháttur Steingríms og Jóhönnu er alveg hreint ótrúlegur og líklega merkilegt rannsóknarefni sögurýnenda þegar fram líða stundir.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 2.10.2010 kl. 01:40

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

þú mátt ekki skilja mig einan eftir.. Ég berst fyrir jafnaðarmennskunni og hef þrýst af öllu afli á forystufólk Samfylkingarinnar.

Ég hef þolað skammir opinberar og óopinberar, sérstaklega þegar ég benti á þekkingarleysi þingmanna okkar(allra flokka reyndar) á skattkerfinu og gjaldeyrishöftunum(sem þeir hreinlega elska).  Þeir fóru vinsæla leið en verstu leið fyrir lágtekjufólk og almenningur studdi það.  Það á ekki að fara vinsælustu leiðina heldur þá bestu, því það skilar sér alltaf að lokum.

Ég hef bent þingmönnum í öllum flokkum á hvað hægt sé að gera en enginn, meira að segja stjórnarandstaðan, hefur áhuga á að gera nokkuð.  Ég held að hún sé bara nokkuð sátt við óbreytt ástand.

Það tekur ekkert betra við nema það komist nýtt fólk að í öllum flokkum.

Lúðvík Júlíusson, 2.10.2010 kl. 08:40

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Lúlli minn þú verður örugglega ekki eini jafnaðarmaðurinn.

Ég held að stór hluti Íslendinga séu jafnaðarmenn í hjarta sínu. Það held ég að ég verði alltaf. En mér finnst einhvernvegin ég vera svikin núna. Jóhannes í Bónus gengur t.d út úr Arionbanka með 90 milljónir í starfslokasamning (og fyrir hvað?) á meðan sumir þurfa að skríða og betla um nokkrar krónur. Þetta er ekki mín jafnaðarhugsun.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.10.2010 kl. 09:29

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er óskiljanlegt hvernig fólkið sem þessi þjóð treysti og valdi til setu á Alþingi virðist einangrast fljótt í eigin tilveru, með öllu óskyldri tilveru sinna umbjóðenda.

Eitt sinn voru þeir tímar á Íslandi að það var talið leiðtogum til gildis að "finna til í stormum sinnar tíðar."

Árni Gunnarsson, 2.10.2010 kl. 09:57

8 identicon

Góð færsla. Alveg er ég sammála Þorsteini með lambakjötið okkar!

Guðrún (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 10:35

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er fróðlegt að fylgjast með skrifum ykkar "kratanna";)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2010 kl. 11:26

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já..Það eru margir kratar heimilslausir og á götunni :)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.10.2010 kl. 11:34

11 Smámynd: Vendetta

Þetta er rétt hjá, þér, bæði kratarnir og kommarnir hafa svikið þjóðina illilega og eru ekki hótinu betri en íhaldið og afturhaldið voru áður. 

Á meðan ekki kemur fram neitt nýtt framboð sem hægt er að treysta, þá mun fjórflokkurinn aftur komast til valda í kosningunum 2012. Þótt allir aðrir en flokksmeðlimir skili auðu í mótmælaskyni, þá munu atkvæði þessara nokkur þúsunda manna duga til að kjósa nýtt Alþingi með B, D, S eða V í stjórn. Ekkert breytist á meðan pólítískt afl (flokkur), sem vinnur fyrir þjóðina er enn ekki til í landinu.

Það þýðir ekkert að vil vælum hvert í sínu horni. Ef ekkert áþreifanlegt verður úr því (og ég er ekki að tala um fleiri egg, heldur stjórnmálaafl), þá verður allt eins og fyrr til eilífðarnóns. Og máttlaus og svikul hreyfing eins og Borgarahreyfingin/Hreyfingin0 dugir ekki til. Og það er ekki nóg að stofna nýjan flokk hinna vinnandi stétta 6 vikum fyrir kosningar, það verður að gera það núna, ef við eigum að losna við Jóhönnu, Steingrím, Bjarna og Sigmund við stjórnvölinn eftir næstu kosningar.

Vendetta, 2.10.2010 kl. 15:18

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vendetta, ég held að það myndi senda mjög sterk skilaboð ef allir nema hinar heilaþvegnu klappstýrur fjórflokksins myndu skila auðu. Það myndi alltf fylgja nýjum stjórnvöldum að þau hefðu nánast ekkert traust og hafa sálræn áhrif.

Raunar var hægt að kjósa Borgarahreyfinguna í síðustu kosninum, þannig að það þurfti ekki að skila auðu. Líklega mun Hreyfingin bjóða fram í næstu kosningum. Þeir hafa staðið sig ágætlega ef frá eru talin vandræðin í kringum spaðaásinn þeirra, Þráinn Bertelsson.

Raunar voru vandræðin aðallega til að losna við hann og það tókst sem betur fer. Hann átti ekkert erindi meðal hugsjónafólks, þar sem það lítur út fyrir að hans eina hugsjón hafi verið að skara eld að eigin köku.

Theódór Norðkvist, 3.10.2010 kl. 01:16

13 Smámynd: Hörður B Hjartarson

        Silla og þið hin ! Samfokkingin er jafnmikill jafnaðarflokkur og Jóhannes í Bónus heitnum er engill , hún er jafnmikill jafnaðarflokkur og FL flokkurinn er saklaus af hruninu .

        Því miður - þá er þetta morgunljóst í mínum huga , vit mitt nær ekki lengra - sem betur fer , enda hefur heimska mín oft reynst mér vel í lífinu .

         Einn af eigendum Skinneyjar-Þinganess biður að heilsa ykkur , hann heitir Kvótadóri .

Hörður B Hjartarson, 3.10.2010 kl. 13:18

14 Smámynd: Halla Rut

"Þú ert ekki þjóðin" sagði Ingibjörg Sólrún "þú veist ekki hverju þú ert að mótmæla" segir Ólína nú. Ólína telur því þá 2000 manns sem mættu niður á Austurvöll vera algjöra fávita.
Hroki þessara samherja gagnvart þjóðinni er með ólíkindum.
Ólína ég held að það sé aðeins þú sem veist ekki hverju fólkið er að mótmæla en ég skal segja þér það....fólkið er að mótmæla þér.

Halla Rut , 3.10.2010 kl. 17:16

15 Smámynd: Halla Rut

Alveg eins og Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hægri flokkur þá er Samfylkingin ekki jafnaðarflokkur.

Halla Rut , 3.10.2010 kl. 17:27

16 Smámynd: Vendetta

"Alveg eins og Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hægri flokkur þá er Samfylkingin ekki jafnaðarflokkur."

Er Sjálfstæðisflokkurinn ekki hægriflokkur? Hvað er hann þá?

Vendetta, 3.10.2010 kl. 18:46

17 Smámynd: Halla Rut

Hann er einkavinaklúbbur.

Hægri stefna er að allir eigi sama möguleika á tækifærum á meðan þeir skerða ekki rétt annarra til þess saman. Eftir þessu vinnu Sjálfstæðisflokkurinn ekki.

Halla Rut , 3.10.2010 kl. 19:03

18 identicon

Blessuð, þetta er faktískt allt sami fokking flokkurinn, ég sé ekkert nema skíthausa og fáráðlinga í þessum 4flokkum.
Það verður að koma þessum máfíum frá, banna þær hreinlega.

doctore (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 09:31

19 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk fyrir innlitin öll sömul. Ég held að það gerist ekki doctore að flokkarnir leggist af..Það verða alltaf að vera til stefnur og flokkar. Að vísu hafa stefnurnar tapast ansi mikið undanfarið hjá flestum. Við þurfum nýtt fólk í flokkana. En skyldum við finna marga sem eru tilbúnir að fara út í þetta forað? Og við verðum að hætta að einblína á og rífast um hver átti aðalsökina og byrja að byggja upp.

Öðruvísi gengur þetta ekki.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.10.2010 kl. 09:53

20 identicon

Það er ekki hægt að byggja upp á meðan þessir flokkar og hugsun eru til staðar.
Þessir flokkar eru draugar gamla íslands.

doctore (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 11:28

21 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Doctore, flokkarnir eru fólkið sem í þeim er, þeir eru ekki sjálfstætt afl.

Ég er sammála þér Sigurbjörg, við verðum að fara horfa fram fyrir okkur, annars er hætt við að við sjáum ekki þverhnípið og förum fram af því. Því miður stefnir allt í það núna!

Gunnar Heiðarsson, 7.10.2010 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband