Leita í fréttum mbl.is

HANDARBAKAVINNUBRÖGÐ.

Angry  Ég á ekki orð um þetta..Þó ætla ég að reyna að segja nokkur! Eru stjórnvöld að ganga af göflunum. Í Keflavík eru komnar toppskurðstofur. Þær voru þó rétt orðnar að veruleika eftir safnanir og samstöðu þegar þeim var lokað. Við íbúarnir á svæðinu vonuðum að þetta væri tímabundin lokun..Nei nei nú stendur til að rífa þær niður W00t  Á meðan myglusveppur leikur um LHS á að rífa niður splunkunýja aðstöðu á HSS. Ég held að yfirvöld heilbrigðismála ættu að líta til nágrannalandanna t.d Danmerkur þar sem viss starfsemi fer fram á mismunandi stöðum. Það eru nú aðeins 40 kílómetrar milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Það fá allavega fæðandi konur að heyra. Ég ætla rétt að vona að þetta stolt sveitarstjórnarmanna á Reykjanesskaganum sem þessar skurðstofur voru þegar þær voru gerðar fái að vera og þjóna landsmönnum á ný.
mbl.is Nýjar skurðstofur líklega rifnar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ekki má gleyma læknaflóttanum sem varð í kjölfar lokunarinnar.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.2.2013 kl. 09:26

2 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Ólýðandi ef þetta verður að veruleika til frambúðar.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 19.2.2013 kl. 10:12

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er nú meira bullið. (Sjá hér) 

Það er alveg rétt hjá þér vinkona að aðeins séu 40 km til Reykjavíkur og okkur er sagt að ekkert mál sé renna þá leið ef sækja þarf þjónustu til þangað.

En komi til tals höfuðborgarbúar sæki  þjónustu á Suðurnesin verður vegalengdin með það sama óyfirstíganlega löng.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.2.2013 kl. 17:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En komi til tals höfuðborgarbúar sæki....

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.2.2013 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband