24.8.2011 | 08:02
Lax-lax-lax
Gott mál..þá höldum við efnuðu ferðamönnunum lengur á landinu. Ekki veitir okkur af gjaldeyrinum. En það er líka eins gott að þeir fái gott að borða og geti borið okkur vel söguna í þeim efnum.
Ég hef tvisvar á þessu sumri farið á veitingahúsið Grillhúsið í Vestmannaeyjum..Ég ætla að leyfa mér að lofa og lasta núna:)
Í fyrra skiptið fékk ég mér kjúklingasalat. Það var mjög gott með frábærri dressingu Í seinna skiptið sem var fyrir tæpri viku fengum við hjónin okkur djúpsteiktan fisk..(Frúin ætlaði að sukka smá). Í stuttu máli: Óætt. Fiskurinn var eins og gúmmí. Ég kallaði á þjóninn og spurði hvað þetta væri eiginlega..Skötuselur svaraði hann..Ég er vön eldamennsku og veit hvernig á að elda ýmsar tegundir af fiski.."Heyrðu það var ekki til annar fiskur". En að djúpsteikja skötusel og eyðileggja þar með gott hráefni er ótrúleg eldamennska. Ég skal láta kokkinn vita sagði þjónn..Meira heyrðum við ekki og ekki kom kokksi og meirihlutinn lá ósnertur á diskunum þegar við fórum. Ég vona að þetta verði ekki oft upplifun útlendinga sem virtust í meirihluta á þessum annars góða veitingastað.
Lax enn að ganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Mars 2015
- Júlí 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Bloggvinir
- benediktae
- beggo3
- boggi
- gthg
- hlf
- jonatlikristjansson
- jonmagnusson
- jonsnae
- kristinn-karl
- ludvikjuliusson
- martasmarta
- milla
- noldrarinn
- nonniblogg
- prakkarinn
- reykur
- sjonsson
- sigrunzanz
- sleggjudomarinn
- skagstrendingur
- sumri
- thorsteinnhgunnarsson
- vallyskulad
- ziggi
- valdimarjohannesson
- ragnarbjarkarson
- samstada-thjodar
- stefanjul
Athugasemdir
Það á að varða við lög að kunna ekki að matreiða skötusel. Hann þarf ótrúlega stuttan tíma og verður eins og besta gúmmímotta um leið og hann ofeldast.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.8.2011 kl. 08:19
Já Axel..Þetta var ótrúlegt bara!! Ég meðhöndla skötusel líkt og humar..bara hálfa mínút hvoru megin..varla meira.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.8.2011 kl. 08:24
En annars var staðurinn hreinn og starfsfólkið almennilegt..En maður veltir fyrir sér hvað kokkurinn var að hugsa..Af hverju ekki að láta okkur vita bara að það væri hvorki til ýsa né þorskur..Þá hefðum við valið annað..Salatið :):):)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.8.2011 kl. 08:30
Tekur með þér nesti í næstu ferð.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.8.2011 kl. 09:25
Já, allavega verður bið á að ég reyni djúpsteiktan skötusel
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.8.2011 kl. 11:06
Færsla frá þér Silla er eins og sólargeisli gegnum skýin. Mætti gjarnan gerast oftar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.8.2011 kl. 11:26
Skötuselurinn er eins og dýrð og dásemd. Ég tala af reynslu
Bergljót Gunnarsdóttir, 24.8.2011 kl. 13:24
Ég meinti auðvitað ef hann er eldaður af Sillu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 24.8.2011 kl. 13:25
Takk Beggó mín og Axel, ekki amalegt að eiga svona bloggvini
Manni hlýnar bara um hjartaræturnar
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.8.2011 kl. 14:00
Sæl Silla gaman að heyra frá þér. Bloggið þitt er með fyrirsögnina lax,lax.
Það er góður fiskur og nú sendir þú bóndann á laxveiðar. Veiðileyfi að verða á viðráðanlegu verði.
Þegar maður sér alla þessa snillinga í matreiðslu í sjónvarpinu fallast manni hefur. Allt svo frábært og girnilegt. Horfa þeir ekki á sjónvarp þarna í Eyjum !!
Jón Atli Kristjánsson, 30.8.2011 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.