26.10.2010 | 10:12
Öskuill
Nú er mér nóg boðið. Ég hef horft upp á niðurskurð í þjóðfélaginu eins og aðrir. Fólk missir vinnu og það nær ekki endum saman. Biðraðir eru út úr dyrum hjá hjálparstofnunum og fólk á ekki fyrir mat. Ein birtingarmynd ástandsins eru uppsagnir á sjúkrahúsunum. Skurðstofum er lokað og þjónustan minnkar. Starfsfólkið sem enn er þar eftir gefur eins mikið af sjálfu sér og það getur. En hvenær verður álagið því ofviða?
Tengdamóðir mín varð fyrir því áfalli að detta og lærbrotna í fyrrinótt. Hún bíður aðgerðar á LSH í Fossvogi. Þar voru þau svör gefin nú fyrir stundu að vonast væri til að aðgerðin gæti farið fram í dag! Lengi hefur mann grunað að eldra fólk sé frekar látið bíða lengur en aðrir hópar en þetta gengur fram af mér. Hjúkrunarfólk sagði mér í gær að bið eftir aðgerð gæti orðið allt að þrír sólarhringar. Á meðan er miklu magni af verkjalyfum beitt til að kvalirnar séu ekki óbærilegar.
Og enn eru boðaðar sparnaðaraðgerðir í heilbrigðismálum. Læknar og annað hjúkrunarfólk flýr land. Ég er ekki að stinga höfðinu í sandinn...Mér er fulljóst að við urðum fyrir áfalli sem þjóð. En hvað varð um loforð núverandi stjórnvalda um Velferðarþjóðfélag? Mér finnst einfaldlega forgangsröðunin röng og ekki í samræmi við gefin loforð.
Eldri færslur
- Júní 2015
- Mars 2015
- Júlí 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Bloggvinir
- benediktae
- beggo3
- boggi
- gthg
- hlf
- jonatlikristjansson
- jonmagnusson
- jonsnae
- kristinn-karl
- ludvikjuliusson
- martasmarta
- milla
- noldrarinn
- nonniblogg
- prakkarinn
- reykur
- sjonsson
- sigrunzanz
- sleggjudomarinn
- skagstrendingur
- sumri
- thorsteinnhgunnarsson
- vallyskulad
- ziggi
- valdimarjohannesson
- ragnarbjarkarson
- samstada-thjodar
- stefanjul
Athugasemdir
Skelfilegt, eina orðið yfir þetta. Hvar endar svona nokkuð.
Svandís Georgsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 10:40
Skelfilegt þetta orðið og eins og Svandís segir hér að ofan - hvar endar þetta
Jón Snæbjörnsson, 26.10.2010 kl. 10:42
Takk fyrir innlitin!
Vitið þið að ég á bágt með að trúa að t.d Steingrímur eða Jóhanna þyrftu að bíða svona:(((
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.10.2010 kl. 10:45
Ekki ætti ég von á að þau þyrftu að bíða neitt
var ekki verið að sækja fótbrotinn göngumann með þyrlu ekki fyrir svo mörgum dögum ? hér mætti kanski spara líka fyrst ekkert liggur á ?
Jón Snæbjörnsson, 26.10.2010 kl. 11:11
Ég má til með að bæta fleiru við, segi eins og Sigurbjörg: Er líka öskuill. Það þyrftu fleiri að segja reynslusögur úr heilbrigðisgeiranum, Ég sagði áðan: Hvernig endar þetta: Svar: með hörmungum, við eigum frábært starfsfólk í heilbrigðisgeiranum, algjörlega frábært, en það er ekki hægt að bjóða því endalaust að vinna við meiri og meiri niðurskurð og að vinna við þessar aðstæður. Flestir geta sagt frá reynslu sinni bara við það að komast til heimilislæknis, það tekur orðið nokkrar vikur, svo fólk leitar í auknum mæli á læknavaktirnar. Þar bíður það í allt að 4 klst. Það hef ég reynt, og gafst reyndar upp og er ekki enn búin að hitta lækni. Lét það bara eiga sig. Þannig verður það sjálfsagt að fólk fer ekki nema í ýtrustu neyð, og einnig á það örugglega við um lyfjakaup, fólk hættir að leysa út lyf, vegna þess hversu dýr þau eru.
En ég spái í því hvort það sama gilti um ráðamenn þjóðarinnar, s.s. Jóhönnu Sig. og Steingrím J. Hvort þau þyrftu að bíða í allt að 3 sólarhringa ef þau lærbrotnuðu eins og tengdamóðir þín Sigurbjörg. Nei, ég hugsa ekki, þetta eru nú einu sinni ráðamenn þjóðarinnar, svo mikilvæg og háttsett að þau yrðu áreyðanlega tekin í forgang. Ég mynnist þess þegar minn maður var að jafna sig eftir alvarlegt bílslys að hann mátti bíða í, á annað ár til að komast á Reykjalund í endurhæfingu, svo lendir Steingrímur J. í bílslysi að mig minnir í desember mánuði og var komin á Reykjalund í febrúar þar sem sjónvarpsmenn tóku viðtal við hann, þar dásamaði hann Reykjalund, sem aldrei verður hægt að dásama nóg, svo góður endurhæfingarstaður, en það sem sló mig var að Steingrímur var komin í endurhæfingu innan svo stutts tíma. Ég man að við hjónin horfðum á þetta og sögðum: Að hann skuli ekki skammast sín að láta sjá sig í þessu viðtali, nei kannski var hann bara svo vitlaus að hann áttaði sig ekki á því hvað biðin væri löng á Reykjalund. Ég vona að ég fari rétt með tímastningarnar á hvenær hann slasaðis og fór á Reykjalund, kannski skeikar einhverju s.s. máuði eða svo.
Svandís Georgsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 11:12
Gott innlegg Svandís! Hafi verið mismunun í þjóðfélaginu áður er hún bara að versna:( Bilið breikkar einfaldlega!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.10.2010 kl. 11:17
Leitt að heyra með tengdamóður þína.
Mágkona föður míns heitins datt í borg óttans FYRIR HRUN þegar allt átti að vera eins og blómstirð eina og fór hún úr mjaðmarlið. Það fylgja því gríðarlega kvalir og því alltaf brugðist mjög skjótt við þegar er i sinni heimasveit Skagafirði. En á borgarspítalanum var hún látin engjast af kvölum sexfaldan þann tíma sem venja er, þó þarf hún að ferðast um 40 km í sjúkrabíl þegar hún er heima hjá sér.
Innra skipulag spítalanna er í rúst og hefur verið lengi svo niðurskurður hefur auðvitað gríðarleg áhrif til hins verra. En það sér það hver sá sem þarna hefur þurft að vera löngum stundum með sjúkling að eitthvað mikið er að, og út í hött að 1/3 af tímum sérfærðinga fer í það að hlaupa á milli deilda og jafnvel húsa/hverfa í stað þess að sinna sjúklingum, það er ekki góð nýting á dýrum starfskrafti.
(IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 11:21
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.10.2010 kl. 12:13
Þetta er bara ömurlegt það á að láta fjölmiðla fjalla um þetta þá kanski gerist eitthvað í málinu það á ekki að láta bjóða sér svona þjónustu í vestrænu ríki
Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.10.2010 kl. 13:31
Það er engu líkara en þjóðin sé komin á hausinn. Svo erum við að senda fólk til fjarlægra landa til að lina þrautir þarlendra!
Þessu óðagoti verður að linna og hlýðninni við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem makar krókinn á heimsku stjórnvalda.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.10.2010 kl. 20:06
Já ójá Heimir ! Það er stundum gott að berja höfðinu við steininn og segja : "Þetta er ekki mínum FOKKI að kenna" - þar eru englar alheimsins , sem hvergi komu nærri HRUNINU .
Hörður B Hjartarson, 27.10.2010 kl. 19:38
Hörður, minn kæri bloggvinur. Stundum er betra að flýta sér hægt..Í hvaða fokki heldurðu að Heimir sé;)? En nýjustu fréttir er snerta þessa færslu mína eru að tengdamóðir mín er núna á skurðarborðinu..Svo ekki var þetta langt frá sannleikanum sem hjúkrunarfólkið sagði mér.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.10.2010 kl. 19:51
Heil og sæl Sigurbjörg.
1. Það er mjög mikilvægt að vita þegar botninum sé náð.
2. Greina hvað við getum gert til þess að ná okkur sem fyrst upp úr núverandi ástandi.
3. Fá fókið með.
4. Hefjast síðan handa.
Ef við erum ekki ánægð með núverandi ástand þarf að komast á stað. Mér er nokk saman hverjir gerðu mistök hér áður fyrr. Þeir verða hvort sem er ekki kallaðir til aftur. Mér skiptir mestu hvað verið er að geraí dag og hvert er stefnt.
Vona að tengdamóður þinni heilsist vel. Miðað við allar sögur af tengdamæðrum er mín stórskrítin, hún er nefnilega algjörlega frábær.
Sigurður Þorsteinsson, 27.10.2010 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.