Leita í fréttum mbl.is

Skammarlegt þjóðfélag!

Í hvernig þjóðfélagi búum við. Nú erum við komin á þann stað að fjöldi atvinnulausra sem hefur verið það samfleitt í þrjú ár, er dottið út af bótum..Á sama tíma les maður svona ótrúlega frétt: "Í fyrra fengu 323 einstaklingar sem voru með meira en tíu milljónir í laun, hlunnindi, lífeyri og greiðslur aðrar en fjármagnstekjur, greiddar atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun."
Í sömu frétt er sagt frá því að 3632 framteljendur hafi átt 100 milljónir hver. Og þeim fjölgaði mikið milli ára í svæsnustu kreppu síðari tíma! Það eru greinilega ekki allir eins fátækir eins og fólkið sem kemur í þúsunda tali til hjálparstofnana þessa dagana til að fá mjólk og brauð! Ótrúleg frétt!
mbl.is 3.632 eiga 750 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tvær þjóðir eitt land.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.10.2010 kl. 07:56

2 identicon

Þetta styrkir fólk í að standa fast á sínu í því að fá almenna leiðréttingu lána sinna. Það þarf enginn að segja því lengur að það sé ekki hægt því það er ALLT hægt, bara ef viljinn er fyrir hendi. Það eina sem myndi gerast er að hugsanlega myndi þessi óþjóðalýður sem hefur stolið og stelur af okkur peningum missa spón úr aski sínum og hverjum er ekki sama um það eftir svona lestur í morgunsárið. Við förum ekki ofan af þessari kröfu okkar því við viljum réttlæti. Það breytir engu hvort okkur sé sagt að þetta sé ekki hægt, RÉTTLÆTIÐ SKULUM VIÐ FÁ!!

assa (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 08:07

3 identicon

Eitt við þessa frétt er að ekki er nefnt hvort þessi einstaklingar skulda enn eitthvað? Eiga þeir hús, en skulda þeir húsnæðislán á þá eign?

Gaman að sjá ykkur Heimi leggjast að þessu sinni dolítið langti yfir á vinstri hlið stjórnmálanna, og það nokkuð langt í þetta skipti miðað við mörg ykkar skrif.

Á fólk ekki lengur peningana sem það hefur unnið fyrir sér.

Það er kannski komin von.  Þið sjáið kannski vonina að Sænskt, Danskt eða Finnskt vinstrivelferðarkerfi, jafndreifing launa og fjármagns getur jú leitt til afbragðs markaðsframtaks, réttlætis og jafnvægis.

Jonsi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 08:32

4 identicon

Er ekki allt í lagi? Hvaða ömurlegi öfundartónn er þetta? Ég tek það fram að ég er ekki í þessum hópi milljónamæringa en ég fagna því að til sé fólk sem á peninga. Ég vona líka að þeim muni fjölga.

En til er fólk í samfélaginu sem vill gera alla að öreigum. Allir eiga að hafa það jafn skítt. Þetta eru smásálirnar sem kveljast yfir velgengni annarra.

Hvað viljið þið gera? Gera peninga þessa fólks upptæka? Er eitthvað sem segir að þetta fólk hafi eignast þessa peninga með ólögmætum hætti?

Þið ættuð að skammast ykkar yfir að gera peningaeign fólks tortryggilega.

Kristinn (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 08:33

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hættum að karpa - mætum á Austurvöll kl 17 og styðjum heilbrigðisstarfsfólk á Suðurnesjum - þau ætla að mótmæla þá.

Ég er klár á því að þau eiga enga milljarða.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.10.2010 kl. 09:22

6 identicon

Kristinn. Ég held að enginn sé að amast við því að fólk eigi peninga. Ekki nema þá þessi vinstri stjórn sem hér er við lýði og má ekki vita af að meðaljóninn eigi nokkurn aur eða eign. Nei það sem svíður er að margt, auðvitað ekki allt, en margt af þessu fólki er að eignast þessa peninga á siðlausan hátt og á kostnað annarra sem ekki getur reist hönd fyrir höfuð sér. Og það sem svíður enn sárar, að þetta sama fólk skuli notfæri sér opinbera aðstoð og sogar sig fast á alla þá spena sem það mögulega finnur án þess að hafa raunverulega þörf fyrir hana. Hitt er annað mál að það er í raun stórfurðulegt að miðað við alla þá samkeyrslu sem á sér stað í þjóðfélaginu og alla þá eftirlitsstarfssemi að þá skuli vera gerlegt fyrir þennan hóp að misnota kerfið á þennan hátt.  

assa (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 11:06

7 identicon

Kristinn:

Lestu það sem er skrifað áður en þú ferð að mjálma hérna tóma steypu.

Það er verði að setja út á að fólk sem hafi verði með eins og þetta dæmi sem tekið er sýnir, 10 milljónir í laun og hlunnindi, en samt sótt um atvinnuleysisbætur.

Siðleysi.

Einar (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 11:45

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

KLUKKAN 17 Í DAG (FIMMTUDAG) MÆTA HEILBRIGÐISSTARFSMENN FRÁ SUÐURNESJUM Á AUSTURVÖLL TIL ÞESS AÐ MÓTMÆLA - ÉG HVET ALLA TIL ÞESS AÐ MÆTA Á STAÐINN OG SÝNA SAMSTÖÐU.

Ríkið (nema Katrín Júlíusdóttir) hefur kaffært Suðurnesin - komið í veg fyrir uppbyggingu -

Núna mæta starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar og mótmæla niðurskurði -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.10.2010 kl. 13:34

9 identicon

Samkvæmt fréttum frá vinnumálastofnun eru flestir þeir sem eru með svona háar tekjur í lotuvinnum eins og sjómenn eða fólk sem hefur fengið bætur, líkt og slysabætur, sem teljast þá til tekna það árið.

Svo finnst mér ekkert að því að ef maður með há laun missir vinnuna að hann fái sama rétt til atvinnuleysisbóta og aðrir.

Eða er þetta svona jöfnuður í anda vinstri kommúnista, það eru allir jafnir nema sumir.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 16:59

10 identicon

Þegar atvinnuleysi er svona mikið með tilheyrandi álagi á bótasjóðinn, ættu nú þeir sem eru með fleiri milljónir í mánaðartekjur að sýna samfélaginu þá virðingu að taka ekki atvinnuleysisbætur með. Nógu margir eru á þeim fyrir og þá þeir sem ekki hafa auka milljónir með bótunum.

En sumum finnst ekkert að þessu, eins og Bjögga hér fyrir ofan. Er ekki rétt að hugsa málið til enda félagi?

Einar (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 19:21

11 Smámynd: Grefill

Ég held að það sé ekki framkvæmanlegt að svipta einhverja áunnum réttindum sem aðrir hafa. Hvar á að setja mörkin?

Grefill, 21.10.2010 kl. 21:14

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér finnst allir líta fram hjá því sem var umræðuefnið. Á bara að kasta fólki endanlega út á guð og gaddinn eftir þrjú ár, en greiða þeim sem hafa verið hátekjumenn atvinnuleysisbætur?

Auðvitað ættu allir atvinnulausir að fá bætur, en það er bara þetta með Jón og séra Jón í kreppunni, að væntanlega eiga hátekjumennirnir(konurnar) til hnífs og skeiðar, en margir þeirra sem hafa verið atvinnulausir í þrjú ár ekki ofan í sig eða utaná.

Ef samfélagið býður upp á atvinnuleysisbætur er bara hreinlega rangt að svifta fólk þeim eftir  i þrjú ár þegar enga vinnu er að hafa. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.10.2010 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband