Leita í fréttum mbl.is

Frábær endir á raunum námumanna

Gleðifréttir sem snerta alla. Þeir í Síle eru til fyrirmyndar. Vonandi verður þessi atburður til að auka öryggi starfsfélaga þeirra um allan heim. Ekki veitir víst af.
mbl.is Öllum bjargað upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heldur þú að það sé hægt að ná ráðherrunum upp með þessari aðferð. Upp úr þrögri hugsun?

Sigurður Þorsteinsson, 14.10.2010 kl. 09:32

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já hvernig væri að athuga þessa leið? Upp úr þröngu holunni!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.10.2010 kl. 09:41

3 Smámynd: Hamarinn

Það þarf að opna augu pólitíkusanna allra um það , að við þurfum SAMSTÖÐU ekki sundrungu þeirra til að komast í gegnum erfiðleika okkar.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 10:24

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það þarf ekkert að snúa öllu á hvolf og halda því fram að samstöðuleysi sé okkar helsta mein í dag.  Það er eiginlega bara hin besta uppskrift af sundrungu að stunda slíkan málflutning.

Þó svo að það hafi orðið efnahagshrun hér, þá er ekkert sem að segir okkur það að þingmenn þurfi þess vegna að afsala sér sannfæringu sinni í nafni samstöðu.

 Það hefur verið þannig í gegnum árin, að til góðra verka hefur verið breið samstaða í þinginu.  Það andrúmsloft hefur ekki skapast vegna nauðsynjar, heldur fyrst og fremst vegna eðli máls, sem að til umfjöllunar er hverju sinni.

 Samstöðuleysi er aldrei vandamál, séu góð mál, leidd fram.  Hafi hluti þingsins ekki sannfæringu fyrir þeim málum sem þar eru lögð fram, þá á hann að sjálfsögðu ekki að styðja slík mál.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.10.2010 kl. 10:48

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég var einn þeirra sem beið spenntur eftir frammistöðu vinstri stjórnar, þrátt fyrir að ég teldi þjóðstjórn betri kost. Eftirvænting breyttist í mikil vonbrigði vegna aðgerðarleysis. Mjög fljótlega sögðu ráðherrarnir að nóg væri búið að gera t.d. gagnvart heimilunum í landinu. Áttum við þá að sýna samstöðu með aðgerðarleysinu?

Þegar Hamarinn kemur heim á sunnudagsmorgni, illa til reika og konan tekur á móti honum ekki blíð, kemur útspilið. ,, Eigum við ekki við þessar aðstæður að sýna samstöðu"

Sigurður Þorsteinsson, 14.10.2010 kl. 10:52

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Meðan stjórnarflokkarnir rétta ekki einu sínum eigin flokksmönnum á þingi hendina til samhygðar og samstarfs er lítil von til þess að komist verði upp úr holunni.

En mikið var fréttin um björgun mannanna ánægjuleg, eins og skyndileg sól í myrkri.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.10.2010 kl. 16:56

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Satt og rétt Bergljót!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.10.2010 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband