15.6.2010 | 07:46
ESB setur skilyrði
Nú hlýtur endanlega að vera búið að gera út um þann snefil af áhuga sem fjórðungur landsmanna hefur fyrir inngöngu í ESB. Frá bankahruni höfum við búið við skítkast, hótanir og leiðindi frá grönnum okkar í Evrópu. Er ekki komin tími til að opna augun og draga umsóknina til baka svo fjárhagslegi skaðinn verði ekki enn meiri?
![]() |
Vinna á bak við tjöldin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Mars 2015
- Júlí 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Bloggvinir
-
benediktae
-
beggo3
-
boggi
-
gthg
-
hlf
-
jonatlikristjansson
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kristinn-karl
-
ludvikjuliusson
-
martasmarta
-
milla
-
noldrarinn
-
nonniblogg
-
prakkarinn
-
reykur
-
sjonsson
-
sigrunzanz
-
sleggjudomarinn
-
skagstrendingur
-
sumri
-
thorsteinnhgunnarsson
-
vallyskulad
-
ziggi
-
valdimarjohannesson
-
ragnarbjarkarson
-
samstada-thjodar
-
stefanjul
Athugasemdir
Venjulegir Íslendingar eru að súpa seiðið af því hvernig íslenskir "útrásarvíkingar" höguðu sér í Evrópu.
Ég veit hvernig margir "venjulegir" Íslendingar höguðu sér erlendis fyrir hrun, alveg eins og vitleysingar.
Mér finnst fínt að ESB setji okkur skilyrði. Það sýnir okkur kanski að ESB er ekki alveg steingelt fyrirbæri.
Ég vona að Ísland gangi í ESB. Það mun hjálpa okkur, venjulegu Íslendingunum.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 07:54
Stefán...Ég er nú ekki sannfærð um það. Ég viðurkenni að ég var jákvæð fyrir skoðun svo fólk gæti tekið upplýsta afstöðu. En hrokinn í ráðamönnum þarna bendir til að við fáum litlu ráðið og að það verði bara stigið ofan á okkur eins og peð. Ég held einmitt að þessu fyrirbæri ESB sé að hnigna ásamt evrunni. Fara löndin bara ekki að taka upp sína gömlu gjaldmiðla aftur? Mér sýnist víða vera óánægja sem ekki verður eingöngu skýrð með efnahagskreppu heimsins.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.6.2010 kl. 08:02
Er ekki hrokanum fyrst og fremst lýst á síðum Morgunblaðssins? Staðreindin er hins vegar að ráðamenn og almenningur í Evrópu tekur umsókn okkar opnum örmum.
Það er hins vegar ljóst að við þurfum að klára Icesave málið hvort sem okkur líkar betur eða verr og hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða ekki.
Valdimar Birgisson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 08:34
Hér sést vel hvernig ESB vinnur. Verhagen utanríkisráðherra Hollands segir að við eigum að borga Icesave áður en við fáum inngöngu þar en ESB muni svo hjálpa okkur með málið ! Ef þetta eru ekki mútur, hvað eru þá mútur ? Nei takk, betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi, forðum okkur eins langt og við getum frá þessari ESB vitleysu.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 08:43
Við eigum að fara með Icesave firrir dóm, þjófar Íslendinga eiga að borga þetta, firr fæst ekki sátt um aðgerðir.Það þarf líka að skoða hvernig stóð á því að eftirlitskerfi þessara þjóða leifði þessa útrás í sínum löndum eins og hér.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 08:54
Ég legg til að Alþingi haldi hátíðarfund 17. júní og samþykki þingsályktunartillögu Unnar Brár og fleirri "um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu." Betri þjóðhátíðargjöf er varla hægt að óska sér. Tillagan er hér:
http://www.althingi.is/altext/138/s/1337.html
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.6.2010 kl. 11:11
Það er með öllu óskiljanlegt að þessu umsóknarferli sé haldið áfram.
Guðrún Sæmundsdóttir, 15.6.2010 kl. 17:52
Það er uppgjafartónn í Össuri í dag. Hann nánast lýsir yfir andláti eigin stjórnar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2010 kl. 10:12
Ég tel að yfirlýsing Össurar séu klókindi, enda er hann gamall refur. Í raun er hann að smala köttunum með þessari orðræðu, því að atkvæðagreiðsla er framundar á Alþingi.
Sjáið bara hversu auðfús Ögmundur sá bröndótti köttur svarar kallinu:
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.6.2010 kl. 11:13
Ég held að þetta stjórnarsamstarf sé nú endanlega að springa! Flott innlegg Loftur Sandgerðingur!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.6.2010 kl. 11:17
Við kjósum og ESB getur farið í rass og rófu!
Sigurður Haraldsson, 21.6.2010 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.