25.2.2010 | 08:08
Ísland.
Fyrsti snjó-skellur vetrarins virðist vera núna hér á suðvesturhorninu. Nú brosa vinir mínir fyrir norðan út í annað. Í fyrsta skipti á þessum vetri er ég veðurteppt og kemst ekki í vinnuna. En við búum á Ísland en vorum kannski farin að trúa öðru :) Ef veðurfarið á okkar norðlægu slóðum væri það eina sem íþyngdi okkur, þá væri bara gaman að lifa. En nei aldeilis ekki. Icesave og önnur óáran, vitfirrtir kaupsýslu og bankamenn eru miklu verri en nokkur snjókorn. Við snjóinn ólst þessi þjóð upp en að hafa alið við brjóstið slíka ræningja er þyngra en tárum taki. En upp upp mitt geð..dugir ekki að láta þessa útrásarvíkinga taka frá sér geðið líka :)
Erfið færð víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Mars 2015
- Júlí 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Bloggvinir
- benediktae
- beggo3
- boggi
- gthg
- hlf
- jonatlikristjansson
- jonmagnusson
- jonsnae
- kristinn-karl
- ludvikjuliusson
- martasmarta
- milla
- noldrarinn
- nonniblogg
- prakkarinn
- reykur
- sjonsson
- sigrunzanz
- sleggjudomarinn
- skagstrendingur
- sumri
- thorsteinnhgunnarsson
- vallyskulad
- ziggi
- valdimarjohannesson
- ragnarbjarkarson
- samstada-thjodar
- stefanjul
Athugasemdir
Er ekki unaðslegt að kúra undir hlýrri sænginni og heyra hríðina bylja á rúðunni?
Annars... mikið var að það kom "almennilegt" veður!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.2.2010 kl. 08:26
Jú..Ég kann vel við svona veður! Ef það stendur ekki of lengi..En það er hægt að segja um þetta eins og kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða..Ég ætlaði að heiman um níu, en ófært..enda síðast mokað þar sem ég er í dreifbýli :):) Og mér sýnist enn vera skafrenningur..Hvernig er í Grindavíkinni?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.2.2010 kl. 08:39
Veturinn 1993-94 er mér minnisstæður. Þá skall á norðaustan bylur í október og honum slotaði í mars. Það var varla hríðarlaus dagur, dúraði stundum í nokkra klukkutíma svo var hann skollinn á aftur. Þann vetur var ég 30 tíma að komast frá Sauðárkróki á Blönduós á Lödu sportinum mínum. Þar varð ég svo að bíða á annan sólarhring áður en ég komst út á Skagaströnd.
Ég viðurkenni að það var farið að örla á smá þreytu út í veðrið og snjóinn þegar voraði.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.2.2010 kl. 08:56
Ég er búin að vera fullkomlega sátt við snjóleysið í vetur og var að vona að þannig yrði það áfram, en því miður.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 18:45
Já, við bítum á jaxlinn Jónína og vonum að þetta standi stutt:)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.2.2010 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.