Leita í fréttum mbl.is

Æi sleppum við ekki?

Það er þetta eilífa umræðuefni, veðrið. Ég var að hlusta á Eirík Hauksson sem býr í Noregi. Hann kom til Íslands til að fagna 30 ára stúdentsafmæli sínu. Honum fannst hann koma inn í vorið. Gat ekið með niðurskrúfaða rúðu :) Það er líka búinn að vera svo mikill kuldi á hinum Norðurlöndunum að menn muna varla annað eins. En nú ætlar vetur konungur líklega að minna á sig hér. Ekki seinna vænna. Vona bara að hann flýti sé til baka blessaður.
mbl.is Beðið með mokstur vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín það er sko slæmt fyrir vestan ég þekki það, en hjá okkur er einnig nokkur snjór en ekkert til að tala um og það er verið að moka.

Ég þarf á Akureyri á morgun ætla bara að sjá til hvernig veðrið verður, breyti þá bara tímanum hjá dokksa.

Knús í Heiðarbæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2010 kl. 09:45

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Sigurbjörg. Þetta er búið að vera afskaplega mildur vetur til þess að fara í gönguferðir. Þó að við fáum 2-3 vikna vetur nú í mars, er það bara til þess að minna okkur á hvar við búum. Þá er bara að klæða sig vel og labba meira.

Sigurður Þorsteinsson, 24.2.2010 kl. 09:47

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já rétt hjá ykkur. Við búum víst á Íslandi. Ég á son sem býr í Sönderborg á Jótlandi og einn daginn þurfti hann að moka sig út til að komast í skólann :) Svo það er ekki mikið að fá smávegis af hvítu ryki á Íslandi. Svo er það líka betra að eiga við snjóinn svona að áliðnum vetri. Orðið bjartara.

Takk fyrir innlitin bæði tvö.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.2.2010 kl. 09:53

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

snjórinn er fyrir marga eins og góðar giftir hjá sjómönnum - jú endilega að fá smá snjó, vantar sárlega í fjöllinn svo hægt sé að fara á skiði og njóta vetursins til ýtrasta

Jón Snæbjörnsson, 24.2.2010 kl. 15:31

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

gæftir

Jón Snæbjörnsson, 24.2.2010 kl. 15:31

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já og af því þú ert að tala um gæftir, þá raða loðnubátarnir sér hér fyrir utan.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.2.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband