Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Ævintýri

Það er gaman að lesa um afreksfólkið sem við 300 þúsund manna þjóðin á. En í morgun var ég að hlusta á Rás 2 og þar var verið að segja frá fyrsta Ólympíufaranum sem er alinn upp í SOS barnaþorpi. Adeline heitir hún og það verður gaman að fylgjast með þessari hlaupadrottningu frá Nigeríu. Hún er einnig talandi á fjölda tungumála, bráðvel gefin og þeir sem styrkja SOS geta verið hreyknir og glaðir!
mbl.is „Hefur verið mikið ævintýri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónotalegt

,,Út frá öryggissjónarmiðum þá skýtur það skökku við að leitað sé í þaula á farþegum annars vegar og hins vegar komist menn yfir girðingu um borð í flugvél,, Þetta segir Ögmundur og þetta er rétt. Mikill fjöldi fólks leitar innanhúss og rekur fólk úr skóm og jafnvel þuklar sundur og saman :) Það er eitthvað spúkí við að þetta geti gerst. Greinilega þarf að vakta myndavélarnar við girðinguna betur. Ónotalegt að hugsa til þess ef tilgangur manna hefði verið annar og verri en að flýja.

mbl.is Vill gagngera endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband