Leita í fréttum mbl.is

Góð tíðindi fyrir Suðurnesjamenn.

Má til að leggja orð í belg. Sé að hér fara umhverfissinnar yfirum yfir þessarri frétt. Ég hef nú talið mig umhverfissinna en ég er á jörðinni. Við notum umhverfisvæna orku meðan margar þjóðir nota kol og olíu til orkuöflunar. Og við tölum um að heimurinn sé eitt í umhverfismálum..Svo ekki fara á límingunum..Við eru best í þessu.
mbl.is Góð tíðindi fyrir Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Kol-orkufyritækin kvarta yfir því að ódýr orka geri það að verkum að þeir geti ekki farið í að jarða co2 útblástur og þar með minnkað co2 útblástur, vegna þess að þá yrðu þeir ósamkeppnishæfir. Ef við hættum ekki að gefa orkuna okkar þá getum við ekki sagt að við séum að stuðla að grænni þróun.

Reyndar er ég fyrst og fremst að hafna þeirri þróun að við endum sem álnýlenda þar sem orkan okkar sé nýtt fyrir álherra.

kveðja

Andrés Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 19:34

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Held nú Andrés að við höfum mest upp úr þessu sjálf..Hvort og hvað álherrar hafa, veit ég svo sem ekki.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.10.2009 kl. 19:43

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég samfagna þér Sigurbjörg, að Skipulagsstofnun er aftur búin að komast að sömu niðurstöðu og áður. Hins vegar situr Svandís Svavarsdóttir ennþá í stól Umhverfisráðherra og það í boði Samfylkingar.

 

Árni Sigfússon bendir á, að hægt er að kæra úrskurðinn til 04.desember. Varla dettur nokkrum í hug, að Svandís fái ekki einhvern vina sinna í VG til að kæra. Hver verður síðan úrskurður hennar. Ætli við ættum ekki að draga úr fagnaði okkar Sigurbjörg ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.10.2009 kl. 20:23

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jú sennilega Loftur. En samt er þetta skref í rétta átt. Við erum náttúruleg ósátt yfirhöfuð með yfirstjórn landsins.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.10.2009 kl. 20:26

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já Loftur í boði Samfylkingar! Viðurkenni hér með sekt mína. Var það ekki það sem þú varst að biðja um? ;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.10.2009 kl. 20:31

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Sigurbjörg til hamingju svo aðrir á Suðurnesjum.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 30.10.2009 kl. 20:32

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Kærar þakkir bloggvinur Sigurjón! En eins og Loftur vinur okkar segir = Ekki er sopið kálið fyrr en í ausuna er komið!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.10.2009 kl. 20:36

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Til hamingju Silla og aðrir Suðurnesjamenn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.10.2009 kl. 21:05

9 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Vona að hamingjuóskirnar nægj..En ekki er allt komið enn..Vonum það besta!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.10.2009 kl. 21:28

10 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Gaman hvað allir eru ánægðir...er semsagt búið að fjármagna orkuna, ekki sagt. Svar óskast!

Rauða ljónið; we meet again.

kveðja

Andrés Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 22:24

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það sökk skip á Kyrrahafinu, áhöfnin komst í björgunarbátinn. Þar velktust þeir vikum saman. Allt vatn var búið og mennirnir liðu kvalir í steikjandi hitanum, þeirra beið dauðinn.

Einn mannanna í bátnum hafði á orði að þetta væri öfgafengið, að það væru milljónir tonna af vatni allt í kringum þá - en ekki dropi til drykkjar.

Þannig er stefna öfgaumhverfisverndarsinna, bjargráðið er þarna en það má bara horfa - ekki snerta, vita -  ekki nota, þreifa -  ekki njóta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2009 kl. 23:03

12 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Þegar ég spyr um orku og fjármögnun þá vill ég svar. Selur Axel orku?

Andrés Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 23:59

13 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þetta eru góð tíðindi fyrir alla landsmenn líka. Okkur voru gefnar þessar auðlindir okkar til að nýta þær. Þjóðarbúið er fjárvana og við þurfum að nýta okkur allar þær auðlindir sem við eigum innan skynsamlegra marka ekki veitir af, áður var þörf nú er nauðsyn. Við eigum að lifa af landinu en landið ekki af okkur.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.10.2009 kl. 01:21

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurbjörg, því miður var ég sannspár.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki annað koma til greina en að kæra ákvörðunina.

Það verður gert með sömu rökum og áður, þ.e. til að allar upplýsingar um áhrif framkvæmdanna komi fram þurfi að meta þetta sameiginlega.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/30/kaera_akvordun_skipulagsstofnunar/

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.10.2009 kl. 11:51

15 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já satt segir þú Loftur. En nú er skipulagsstofnun búin að komast tvisvar að sömu niðurstöðu. Ættu þá ekki að aukast líkurnar á því að þetta hafist?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 31.10.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband