Leita í fréttum mbl.is

Pósturinn ALLA LEIÐ..

Er þetta ekki slagorð Póstsins. Við þurfum öll á honum að halda ekki satt? Aldeilis var nú lofað öllu fögru þegar Póstur og sími fóru í einkavæðingarferlið..Ég bý í dreifbýli mjög skammt frá þéttbýlinu. Ég hef hingað til verið ánægð að mestu með þjónustuna en bregður heldur betur út af!! Án þess að láta okkur vita var á föstudag komið fyrir póstkössum við eitt húsið í hverfinu..Póstkössum sem hverjir sem eru komast í og rignir aukheldur inn í. Það eru ca hundrað metrar á milli húsa hér og sennilega of dýrt fyrir Póstinn að aka þann spöl og stoppa of oft..

Ég sæi í anda fólk sætta sig við það t.d á Vesturgötunni í Reykjavík að settir væru upp póstkassar við fjórða hvert hús!! Með aðgengi fyrir alla! Ég er bara öskureið. Þetta er enn eitt dæmið um hvernig reynt er að níðast á fólki í fámenninu..Svo er sagt að við Íslendingar séum allir jafnir. Greinilega mis-jafnir.

Ekki skrítið að ég fengi ekki póstinn minn á föstudag og í dag.
SVEI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta er Póstinum auðvitað til háborinnar skammar. Pósturinn fær jafnmikið greitt hvort heldur hann stoppar ekki hjá ykkur. Mér er slétt sama þótt þið fáið ekki reikningana ykkar, en að láta svona hátterni bitna á Mogganum er ófyrirgefanlegt!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.10.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Svo sammála Heimir..Sem betur fer var ég ekki búin að skamma moggafólkið mitt.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 20:36

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já reikningar koma inn á heimabankann og væri hægt að losa PÓSTINN við það ómak!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 20:37

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Heil og sæl.

Já ég tek sko undir þetta með þér. Nóg þurfum við nú að greiða, svo auðvitað átt þú ekki að sætta þig við þetta.

Kveðjur úr Garðinum.

Sigurður Jónsson, 19.10.2009 kl. 20:57

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Kveðja til þín Sigurður og Ástu..Hvernig væri að fara að hittast við kaffibolla!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 21:13

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk vinir ég er ennþá öskureið og bíð eftir rökum frá Póstinum!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 21:33

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alltaf ert þú jafn heppin Silla mín, þú færð þessa fínu hreyfingu á hverjum degi hvernig sem viðrar, meðan við hér í borginni verðum að sætta okkur við að reika fáein skref fram í anddyrið eftir póstinum okkar. Alltaf heppin :)

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 21:47

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta yrði aldrei liðið í henni Reykjavík, fyrir utan að Pósturinn myndi aldrei láta það hvarfla að sér að reyna þetta þar.

Þegar nýir rekstraraðilar tóku við þessu úr hendi ríkisins tóku þeir allan pakkann bæði kosti og ókosti, nú er verið að sníða ókostina af hægt og rólega.

Ég sé fyrir mér RARIK taka upp þessa taktík, hætta að flytja orkuna í hús, þú verður að sækja hana sjálf út á staur.

Þetta er argasti dónaskapur af póstinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2009 kl. 21:56

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel, ég held reyndar að díllinn sé einmitt sá sem þú lýsir - þú þarft að sækja orkuna út í staur, þú borgar lögnina þangað.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 22:00

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Axel..Takk þeir myndu ekki leyfa sér þetta, þú segir satt.. Ég er enn öskureið.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 22:38

11 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk fyrir kommentin vinir mínir. Ég ætla sko að tala við PÓSTINN en hvað kemur út úr því er önnur saga.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 22:42

12 Smámynd: Arnbjörn Eiríksson

Brandarinn við þetta var að þú hélst að ég hefði verið að setja skraut á staurinn þegar þú sást kassana kolsvarta.  En þetta er bara eftir öðru hjá póstinum og símanum líka eins og þú veist.  Þetta getum við þakkað sjálfstæðis og framsóknarmönnum fyrir einkavinavæðinguna. Ekki nóg með að þeir afhentu allar eigur almennings heldur þurfum við að borga allt sem þeir eru búnir að ræna og rupla um allan heim, og leisa allt til okkar aftur með tilheyrandi kostnaði.  Samt gapa þeir eins og aldrei fyrr.

Arnbjörn Eiríksson, 19.10.2009 kl. 23:40

13 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já ég sagði við Gunna þegar við vorum í göngutúr í gær..Bjössi hefur fengið sér póstkassaskraut. Var að hugsa hvernig þetta gæti verið.

Já Bjössi minn og mínir helstu og bestu bloggvinir eru sjálfstæðismenn. Er ég þá ekki í lagi??

Stóðu þeir ekki fyrir einkavæðingunni? Jú það gerðu þeir reyndar! Ekki þessir bloggvinir heldur flokksbræður þeirra og systur.

En annars bara góða nótt bróðir.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 23:49

14 identicon

Ohh, þetta er nú bara alveg glatað og reyndar hrikalega týpískt fyrir þann hugsanagang sem virðist eiga sér stað þegar kemur að dreifbýli! Og ég get bara sagt þér það að ég myndi ekki láta bjóða mér þetta, búandi á Vesturgötunni í Reykjavík ;) Fyrir utan það að ég hef póstkassann minn alltaf læstan og það er nú bara hérna í stigaganginum! Vona að það hafi eitthvað komið út úr þessu samtali við Póstinn.

Jónasína Fanney (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 10:41

15 identicon

Já Sæll !!! Þvílíkt svartir kassar er þá verið að kassamerkja hverfi líka eruð þið þá í svartahverfinu?  já standið á ykkar látið þá skrautmála kassana og setja við hvert hús.Það er ekki skrítið að Bjössi sá strags hvað þetta var hann er orðin mörgu vanur þarna í gegn um árin.Manstu þegar þeir ruddu veginn bara að Kirkjunni.

Laufey Þóra Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 11:06

16 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Og nákvæmlega ekkert hægt að gera. Búin að ausa úr skálum reiðinnar við kvensnift á Póstinum..Hún hringdi meira að segja í mig aftur til að fullvissa mig um að þau væru að gera allt rétt..Hún vildi ekki einu sinni samþykkja að þau hefðu átta að senda öllum bréf áður. Það hefði verið sent dreifibréf í ÁGÚST..Bjössi segir ekkert hafa staðið í því um þennann gjörning. Það út af fyrir sig er forkastanlegt að mínu mati. Eins gott að biðja kortafyrirtækin að senda ekki endurnýjunarkort í pósti. Pósti sem er aðgengilegur ÖLLUM.

Ég var ekkert að spá svo sérstaklega í afleiðingarnar þegar Póstur og sími var einkavæddur. En nú ræður gróðahyggjan öllu!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 13:01

17 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Færðu Moggann?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.10.2009 kl. 13:16

18 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ertu að reyna að róa mig Heimir....Jú ég þurfti að fara í h....... póstkassann og ná í hann..Svo las ég greinina þína síðan í gær. alltaf skemmtilegra að skoða blað við eldhúsborðið með kaffibollann. Ég ætla að fara og taka mynd af þessu póstkassaskrani..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 13:22

19 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Eitthvað hafði rausið að segja! Pósturinn kom áðan með nýja staura og færði póstkassann minn og Benna að afleggjurum okkar!!!Illskárra!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 18:43

20 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Moggabloggið er sterkt!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.10.2009 kl. 18:59

21 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já aldeilis! Hvað er svo fólk að flytja sig annað! Ég reyndar hringdi bálill í fulltrúa hjá Póstinum..En ég sagði henni líka að ég hefði bloggað um þetta á mbl og myndi gera meira af því jafnvel fá þessa framkomu inn sem frétt.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 19:45

22 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Baldur vinur!! Ég trimma aðeins styttra! Ég vil ráða sjálf hvenær ég fer í gönguferðir ;)

En ég get ekki að því gert ég skellihló þegar ég sá þá koma með staurinn að mínum afleggjara..Magnað!! Ég frekjan!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 19:51

23 identicon

Silla mín það þýðir ekkert að deila við dómarann, minn maður er búin að prófa það. Fara með stóra póstmálið í blöðin, í lögfræðing og allskonar toppa á hinum og þessum stöðum. Það virðist ekkert vera hægt að gera í þessu máli nema að samþykkja kassann og hana nú. Þú verður bara að fá þér göngutúr eins og ég og allir hinir sem búum í dreifbýlinu. Sumir hafa reyndar neitað að fá kassana en þá fá þeir engan póst og honum er bara safnað í stóran ruslapoka á næsta pósthúsi. Svo bara brostu og þakkaðu fyrir einkavæðinguna. Stórbætt þjónusta sem hefur færst aftur til tíma brúsapallamenningarinnar.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 21:20

24 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk fyrir innlitið Jónína.

Ég veit þetta svosem. En það sem mislíkaði mest var frekjan að setja þrjá kassa við eitt húsið og að láta okkur ekki vita almennilega. En nú er búið að splitta þeim upp ;) Þeir komnir þar sem þeir eiga að vera. Við afleggjara þessara þriggja húsa!

Kveðja til þín.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband