25.6.2015 | 20:22
Hvassahraun!!!
Er ekki allt í lagi með fólk?
Ég ferðast oft milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Hvassahraun er í lengri fjarlægð frá núverandi flugvelli í Reykjavik en Keflavíkurflugvelli. Hvað er að? Ef leggja á niður núverandi flugvöll í Reykjavík..sem ég veit að margir eru á móti þá myndi ég velja Keflavíkurflugvöll. Við eigum fullkomnar skurðstofur og frábært starfsfólk í Keflavík og ef það myndi ekki duga þá þyrfti bara litla þyrlu til að ferja fólk til Reykjavíkur. Giska á tíu mínútur í flugi. Íslandið góða! Á það endalausa peninga? Hugsið góða fólk!
Verið að vekja upp gamlan draug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Mars 2015
- Júlí 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Bloggvinir
- benediktae
- beggo3
- boggi
- gthg
- hlf
- jonatlikristjansson
- jonmagnusson
- jonsnae
- kristinn-karl
- ludvikjuliusson
- martasmarta
- milla
- noldrarinn
- nonniblogg
- prakkarinn
- reykur
- sjonsson
- sigrunzanz
- sleggjudomarinn
- skagstrendingur
- sumri
- thorsteinnhgunnarsson
- vallyskulad
- ziggi
- valdimarjohannesson
- ragnarbjarkarson
- samstada-thjodar
- stefanjul
Athugasemdir
Einsog Ómar bendir á, þá virðist sem ekki hafi verið horft til hvað fjöllin eru nálægt og há.
Ekki nema standi til að lækka þau !
Reykjavíkurflugvöllur er á besta stað.
Græðgin verður að víkja fyrir skynsemini!
Lærðum við EKKERT á hruninu ?
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 20:59
Hreint ótrúleg afurð Rögnunefndar eftir allan þennan tíma.
Hvassahraun, steinsnar frá Kef !!!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.6.2015 kl. 21:00
Hver borgaði fyrir þetta!?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.6.2015 kl. 21:12
Isavia, ríki og borg að ég held.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.6.2015 kl. 21:16
Flugturninn gæti verið uppi á Keili, myndi sóma sér vel þar.
Keflavíkurflugvöllur kemur vel til greina. Bandaríkjaher skildi eftir sig fullkomið sjúkrahús. Ég veit þó ekki hvernig staða þess húsnæðis er í dag, en það má koma því í gagnið á mun ódýrari hátt en með því að byggja nýjan flugvöll úti í hruni undir Reykjanesfjallgarði.
Reykjanesbær gæti líka orðið miðstöð þjóðfélagsins, flytjum höfuðborgina þangað.
Tómas Ibsen Halldórsson, 25.6.2015 kl. 22:24
Sigurbjörg.
Keyrirðu ekki um Hvassahraun ef þú ferð frá Reykjavík til Keflavíkur? Hvernig getur þá verið styttra að fara frá Reykjavík til Keflavíkur en frá Hvassahrauni?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2015 kl. 22:32
Á ca. 1000 ára fresti verða eldsumbrot á Reykjanesskaganum. Það eru ca. 1000 ár síðan síðast. Ef jarðeldar byrja á Vigdísarvelli til norðurs, gæti hraunið verið komið yfir Reyjanesbrautina á mjög stuttum tíma. Reykanesið með sínum 4 eldstöðvum er bráðlifandi og í mótun.
Er höfuðborg ennþá höfuðborg án flugvallar?
Bretarnir gáfu Íslensku Þjóðinni (ekki Rögnunefnd) Reykjavíkurflugvöll og hann er á frábærum stað.
Ég skil ekki þessa áráttu að vilja fjarlægja slíkan menningararf svo ekki sé minnst á nauðsyn þessa flugvallar á þessum svað í óbreyttu formi!
Anna Kvaran (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 23:33
Mín persónulega skoðun er sú að það eigi að framlengja flugbrautir núverandi vallar út í Skerjafjörð, líkt og Ómar Ragnarsson og fleiri hafa nefnt sem möguleika. Þannig myndi losna um pláss við hina endana sem standa nær miðbæ Reykjavíkur. Þá þyrfti ekki að rífast um nálægð við Landspítalalóðina. Jafnframt myndi það færa okkur nær því takmarki að gera vegtengingu yfir Skerjafjörð og Álftanes í áttina að Reykjanesbrautinni og stytta þannig leiðina til KEF.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2015 kl. 23:57
Ragnar. Réttara hefði verið hjá mér að segja að það taki lengri tíma að aka að Hvassahrauni en þaðan til Keflavíkur. Það tekur mun lengri tíma. Þarf að fara í gegn um allar byggðirnar. Það tekur lengstan tímann.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.6.2015 kl. 09:16
Annað hvort verður flugvöllurinn kyrr í Reykjavík sem eg held að flestir vilji eða hann sameinast alþjóðaflugvellinum í Keflavík (Sandgerði) Anað er bara rugl.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.6.2015 kl. 09:20
Tómas Ibsen:
" Bandaríkjaher skildi eftir sig fullkomið sjúkrahús."
Það "fullkomna sjúkrahús" er alls ekki samkvæmt Evrópskum stöðlum okkar, heldur er það hersjúkrahús, a la USA. Mesti gallinn við allt gamla herdótið, er að þar er lagt fyrir 110 v rafmagn og er því ekki nothæft, nema með mjög kosnaðarsömum breytingum.
Þetta flugvallabrölt Dags B mun kosta yfir 50 milljarða, og sennilega meir.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 11:25
Fullkomnustu skurðstofur landsins eru í Keflavík..að ég hef heyrt.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.6.2015 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.