Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlega aumt

Ég er sammála Lilju. Ótrúlegt líka að Össur skuli halda að fólki finnist þetta fyndið! Að ráðherra kunni ekki betur að haga orðum sínum er bara skammarlegt.
mbl.is Segir Össur sýna VG fyrirlitningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Össur-Icesave vissi eitthvað um eitthvað annað en fiskakynlíf. Hann er bæði illa að sér um flest sem skiptir máli, sneyddur dómgreind, siðferði eins og Icesave málið sannaði best, og kann ekki ensku. Það var mjög neyðarlegt að lesa meðmælabréfið fræga til að mæla með einum af hrunráðherrunum sem Össur skrifaði til Sameinuðu Þjóðanna, fullt af óskiljanlegum hlutum, sem skiljast samkvæmt íslenskri málhefð en ekki ensku, svo og málfræðivillum og öðrum gloríum. Þessi maður er okkar að athlægi og við verðum að losna við hann. Hann skaðar bæði ímynd okkar og er stórhættulegur með siðleysi sínu. Fyndinn er hann ekki. Alvöru húmor ber vitni um gott hugmyndaflug og er sprottið af þörfinni fyrir að miðla gleði og hlátri, og barnslegri leikgleði sem ber vitni persónutöfrum. Össur er bara eins og eineltispúkinn feiti að reyna að vinna sér stig með að benda á það sem fer miður hjá hinum krökkunum, og fá þannig minni athygli sjálfur, fyrir sín fjölmörgu heimskupör og stórfelldu föðurlandssvik, svo sem Icesave og aðrar tásleikingar sem hann hefur staðið í fyrir hönd erlendra milljónamæringa

Íslandi allt. (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 19:40

2 identicon

Mér er í sjálfu sér ekkert illa við Össur persónulega. Mér er heldur ekki illa við greindarskerta eða geðfatlaða. Ef Össur hefði eitthvað starf þar sem hann gæti ekki skaðað aðra, svo sem blómaskreytingarmaður, þá myndi ég standa með honum, jafnvel kaupa af honum blóm ef hann stæði sig vel. En hann er stjórnmálamaður. Sama hvað manni er vel við einhvern greindarskertan, geðfatlaðan einstakling, þá vill maður ekki hann sé að skipta sér af stjórnmálum. Össur hefur skaðað þjóðina stórfelldlega í starfi sínum, bæði ímynd hennar erlendis, með sinni óviðeigandi og fáránlegu framkomu, sem ekkert toppar nema ef til vill hræðilega slök enskukunnátta hans, sem er orðin umtöluð á alþjóðavettvangi, því annað eins hefur víst ekki sést hjá utanríkisráðherra. Hann á jafnvel til að kinka bara kolli og játa einhverju sem það skilur ekki af skömm yfir vankunnáttunni og slökum orðaforðanum. Spurning hvort hann hefur skrifað undir eitthvað líka? Svo hafa aðgerðir hans varðandi Icesave auðvitað sannað að þetta er bara glæpamaður og föðurlandssvikari, hver annar gæti gert eitthvað svona? Fáfræðin afsakar ekki glæpinn, né fávitahátturinn föðurlandssvikin. Það þarf að losna við þennan mann sem fyrst. Spurning um að endurmennta þetta fólk. Ég vil ekki hengna neinum með lífstíðarfangelsi sem hann kannski á samt skilið, ef ég álít viðkomandi of mikinn hálfvita til að skilja hvað hann gerði rangt og hvers vegna. Við ættum frekar að skammast okkar fyrir að kjósa vanvita sem vita ekki fótum sínum forráð á þing. Nei, sendum Össur bara í endurmenntun, til dæmis garðyrkjuskóla, og vonum svo hann muni reynast trjám og blómum betur en hann reyndist mönnum. Hann gæti alla vega unnið undir eftirliti við eitthvað slíkt.

Jón Þorsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 05:06

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Af hverju að taka svona djúpt í árina? Auðvitað hefur Össur verið lengi mistækur og ekki alltaf viðhaft æskilega orðræðu um mál og málefni. Líklega eldist sá eiginleiki af honum úr þessu.

VG er að mörgu leyti til fyrirmyndar: þar má fólk og líka þingmenn hafa ólíkar skoðanir. Það var mjög erfitt í Sjálfstæðisflokknum að hafa aðra skoðun á málefnum en formaðurinn. Það hafði kannski góð áhrif um stund en slæm til lengri tíma litið. Frægt er þegar Ólafur F. Magnússon bar upp tillögu á landsfundi flokksins. Næstur í ræðustól var formaðurinn DO og fór hæðilegum orðum um tillöguna. ÓFM gerði sér ljóst að hann átti ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum þegar svona lag var á.

Og nú hefur annar Ólafur yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn, Stefánsson handboltahetjan okkar.

Svona er þetta í pólitíkinni. Hún er oft allt of harkaleg og óvægin þar sem stundum alkunnum staðreyndum er snúið við til að færa sér vígstöðuna sér í hag. Eftir því sem fólk sér við þessu og gerir auknar en sanngjarnar kröfur til stjórnmálamanna þá má vænta betri tíma.

Sjálfur hefi eg fylgt VG að málum og rökstyð það að ekki hefur komið fram að þessu neinn umburðarlyndari og víðsýnni stjórnmálaflokkur á Íslandi sem byggir á lýðræði og sanngirni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.1.2011 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband