13.10.2010 | 08:49
Aðgerðir STRAX
Þetta gengur ekki lengur. Uppbygging landsins gengur allt of hægt. Tvö ár frá hruni og margt fólk er orðið vonlaust. Ég geri ráð fyrir að ég sé ekki ein um að þekkja marga örmagna. Ég er bara venjuleg mamma, amma og langamma (að ég held)..Ég var að hlusta á Guðmund Ólafsson á Rás 2..Þar malar hann hvern miðvikudag. Hann segir að það séu aðeins 2-3% landsmanna í brýnni þörf fyrir aðstoð með húsnæðislánin. "Ekki rjúka út í mótmælaaðgerðir og rugl" sagði hann. Og síðan: Ekki horfa til ríkissins í von um að það bjargi! Er hann einhver sérlegur talsmaður yfirvalda?
Ef ríkið skapar ekki jarðveg fyrir fólk og fyrirtæki verður þjóðfélagið einfaldlega keyrt á tíu kílómetra hraða..
Ég var ein af þeim sem studdi þessa stjórn til valda fyrir tæpum tveim árum..Ég hef lært mína lexíu og vil að hún fari frá STRAX..Ég vil sjá starfstjórn allra flokka tímabundið og kosningar í vor.
Reynum samt að láta ekki reiðina ná tökum á okkur og eigum eins góðan dag og hægt er.
Silla.
Ef ríkið skapar ekki jarðveg fyrir fólk og fyrirtæki verður þjóðfélagið einfaldlega keyrt á tíu kílómetra hraða..
Ég var ein af þeim sem studdi þessa stjórn til valda fyrir tæpum tveim árum..Ég hef lært mína lexíu og vil að hún fari frá STRAX..Ég vil sjá starfstjórn allra flokka tímabundið og kosningar í vor.
Reynum samt að láta ekki reiðina ná tökum á okkur og eigum eins góðan dag og hægt er.
Silla.
Engin verkáætlun kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Mars 2015
- Júlí 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Bloggvinir
- benediktae
- beggo3
- boggi
- gthg
- hlf
- jonatlikristjansson
- jonmagnusson
- jonsnae
- kristinn-karl
- ludvikjuliusson
- martasmarta
- milla
- noldrarinn
- nonniblogg
- prakkarinn
- reykur
- sjonsson
- sigrunzanz
- sleggjudomarinn
- skagstrendingur
- sumri
- thorsteinnhgunnarsson
- vallyskulad
- ziggi
- valdimarjohannesson
- ragnarbjarkarson
- samstada-thjodar
- stefanjul
Athugasemdir
GÓ virðist vera að þokast aftur í áttina að VG - hann var áður í Alþýðubandalaginu en hrökklaðist þaðan - EN
Það er endanlega ljóst að stjórnin hefur engin úrræði - síðasta tækifæri hennar var í gær -
En það er ekki nóg fyrir minnihlutann að upplýsa það og kalla eftir áætlun sem ekki er til -
MINNIHLUTINN VERÐUR AÐ LEGGJA FRAM HEILDSTÆÐA ÁÆTLUN UM LAUSN Á VANDA HEIMILANNA - FYRIRTÆKJANNA - HEILDSTÆÐA ÁÆTLUN UM AÐ ( ÞETTA ER AÐ VERÐA HUNDLEIÐINLEG TUGGA ) KOMA HJÓLUM ATVINNULÍFSINS Í GANG.
Hvort sem Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur taka af skarið kemur í ljós - en þeim er ekki lengur stætt á því að bíða
Kosningar strax
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.10.2010 kl. 09:18
Guðmundur Ólafsson er einna óvandaðastur allra þeirra hagfræðinga og "álistsgjafa" sem reglulega láta ljós sitt skína í fjölmiðlum og er þá mikið sagt.
Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2010 kl. 09:38
"starfstjórn allra flokka tímabundið og kosningar í vor" - skinsamast af öllu en hver á að leiða hópinn ? hana eða hann vantar ?
laumar þú á einstakling ?
Jón Snæbjörnsson, 13.10.2010 kl. 09:42
Já maður getur rausað Jón og þú spyrð stórt! Tek nokkur sem ég gæti hugsað mér þarna..svona í fljótu bragði..Lilja Mósesdóttir, Pétur Blöndal, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Guðmundur Steingrímsson og kannski Vigdís Hauksdóttir..eða einhverja sem þora!:)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2010 kl. 10:04
En Guðmundur Ólafsson?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.10.2010 kl. 10:22
Stjórnarandstaðan hefur svosem ekkert legið á liði sínu við það að koma fram með tillögur. Þær hafa hins vegar nánast allar verið kæfðar í fæðingu, eins og reyndar tillögur ýmissa stjórnarþingmanna.
Tillaða HH, svipar t.d. mjög til tillögu Framsóknarflokks, niðurfellingarleiðin.
Tillögur Sjálfstæðisflokks voru í upphafi og eru sjálfsagt enn, að lækka greiðslubyrðina í þrjú ár um helming. Það sem ekki yrði greitt á þeim tíma, myndu færast aftur fyrir lánstímann. Þeim sem ekki dygði það úrræði, yrði hjálpað á annan hátt væri þess kostur, auk þess sem að jafnhliða, yrði vandi allra skoðaður og hlutunum komið í þann fasa á þessum þremur árum, að fólki væri það mögulegt að standa undir sinni greiðslubyrði.
Vandamálið er samt sem áður það sama, hvaða leið verði farin í þessu máli. Það er sú staðreynd að atvinnuuppbygging í landinu er með öfugum formerkjum. Án tryggrar atvinnu í landinu, virkar ekkert úrræði gegn skuldavandanum, því að fólk þarf jú tekjur til að borga af sínum lánum, hvort sem að hluti þeirra verði afskrifaður, greiðslubyrði dreift öðruvísi, eða hvað sem mönnum dettur í hug að gera til aðstoðar fyrirtækjum og heimilum í landinu.
Á Alþingi er þingmeirihluti til góðra verka. Sá þingmeirihluti nær hins vegar ekki að koma sínum málum áleiðis, vegna annars stjórnarflokksins. Það litla sem að þingmeirihlutinn, án þátttöku þingmanna Vg. hefur tekist að koma af stað, hefur nær undantekningalaust dagað upp í ráðuneytum ráðherra Vg., þar sem talað er um að verið sé að skoða málið. Eins er það svo að einhver mál komast ekki á dagskrá þingsins. Dagskrá þingsins er opinberlega á hendi Forsætisnefndar Alþingis. Þar er meirihluti, sá sami og stjórnarmeirihlutinn. Forsætisnefnd Alþingis, er hins vegar stjórnað úr Stjórnarráðinu og nefndin hleypir engu á dagskrá þingsins, nema að ríkisstjórnin gefi á það grænt ljós.
Það er því í stuttu máli ekki við Alþingi að sakast að lítið þokist hér til betri vegar. Ljónið í vegi góðra verka er 15 manna þingflokkur, af 63ja manna þingliði. Þingflokkur manna og kvenna sem að segist vera buguð af takmarkalausri lýðræðisást, hvernig sem að slíkt fer saman við skemmdarverkastarfsemi þeirra gegn góðum málum, sem þjóðin bíður í ofvæni eftir að þingið taki til umræðu og afgreiði sem lög frá Alþingi.
Kristinn Karl Brynjarsson, 13.10.2010 kl. 10:32
ég verð að viðurkenna að ég er sammála Guðmundi Ólafssyni.
Leiðin út úr kreppunni og þessum ógöngum er að skapa tekjur til að standa undir lánunum. En þá togast á tvö ólík sjónarmið! Þeirra sem vilja gera halda landinu samkeppnishæfu og skapa gjaldeyri og þeirra sem vilja fyrst og fremst eyða öllum gjaldeyristekjunum í neyslu. Fyrri hópurinn vill að krónan sé skráð miðað við ástand hagkerfisins en seinni hópurinn er sá sem vill styrkja krónuna.
Auðvitað þarf að hjálpa þeim sem lentu illa í verðbólgunni, sem ríkið á eitt sök á, enda ber því siðferðisleg skylda til þess.
Lúðvík Júlíusson, 13.10.2010 kl. 13:05
Lúlli ertu sammála GÓ um að það séu örfá prósent sem þarfnast leiðréttingar? Og hvernig er hægt að skapa tekjur þegar slegið er á allt eins og hér á Suðurnesjum?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2010 kl. 13:09
Silla, í meginatriðum er ég sammála GÓ. En eins og ég sagði hér á undan þá þarf að hjálpa öllum þeim sem hafa lent illa í verðbólgunni, þá skiptir ekki máli þó það séu 1% eða 100%.
Ég hef stungið upp á því við þingmenn að þeir veiti öllum fyrirtækjum á svæðinu(og landinu) sambærilegar undanþágur og afslætti og þeir veittu Verne Holding. Það ætti að örva atvinnulífið. Hvers vegna bara eitt fyrirtæki hef ég spurt þá, en það er lítið um svör. Ætli þeir viti það nokkuð sjálfir?
Ég hef einnig bent á að gjaldeyrishöftin eru að draga úr fjárfestingu, og þar með atvinnuuppbyggingu. Þessu er Seðlabankinn sammála, en hann gerir bara ekkert í því! Ég hef hvatt þingmenn til að drífa sig í að fara raunhæfa leið út úr gjaldeyrishöftunum sem fyrst. En fyrir því er lítill áhugi og reyndar er líka lítill áhuga á því meðal almennings. Það tengist líklega þeirri undarlegu goðsögn að erlendar skuldir minnki þegar krónan styrkist. En allt talnaglöggt fólk sér að 100 milljón USD eru 100 milljón USD alveg óháð því hvernig gengi krónunnar er skráð.
Það eru til leiðir til að setja kraft í atvinnulífið en þingmenn eru hræddir við afleiðingarnar. Þeir eru enn haldnir þessari frægu ákvarðanafælni.
Ég hef líka sett mig í samband við þingmenn úr stjórnarandstöðunni en þeir eru álíka áhugalausir og meirihlutinn.
Núverandi þing er lélegt og það þarf að kjósa aftur sem fyrst.
Lúðvík Júlíusson, 13.10.2010 kl. 13:23
Vissulega þarf að skapa tekjur (störf) til þess að komast út úr þessu - það er rétt hjá Lobba (GÓ) en stjórnin verður að hætta að standa í vegi fyrir því að ( gamla tuggan ) hjól atvinnulífsins fari að snúast.
Sigurbjörg - ég gæti hugsað mér mun fleiri þingmenn sem myndu mynda meirihluta á þingi -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.10.2010 kl. 13:58
Komdu með nöfn Ólafur:) Ég gæti alveg séð kosningar þar sem þjóðin fengi að kjósa sér ráðherra beint úr hópi þingmanna:)! Og velja þá eftir hæfni hvers og eins til að gegna hverju embætti fyrir sig! Ég hef oft sagt áður að Katrín Júlíusdóttir er að standa sig (berst við ofurefli) og ég myndi bæta henni við. Hún er ein sem þorir. Mér líkar líka vel við Katrínu Jakobsdóttur..en komdu með nöfn:):)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2010 kl. 14:34
Heimir! Égansaessuekki!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2010 kl. 14:35
Sæl Silla.
GÓ er kannski einn af þeim sem átti lán sem brunnu upp hér áður og er að vonum ósáttur við að það komi til skerðingar á hans lífeyri sem hann mun vonbráðar byrja að taka út. Hann skuldar kannski ekki mikið eða ekki neitt og verslar sjálfsagt ekki sjálfur í matinn. Er í tryggu starfi og á ágætislaunum.....þetta fólk er ekki dómbært á þann vanda sem heimili venjulegs fólks glímir við núna. Fólk í yfirveðsettum húskofum stendur frammi fyrir valmöguleikum í dag, öllum vondum. Þetta fólk fékk lán, eftir að hafa staðist greiðslumat. Ídag hafa lánin hækkað svo mikið að þrátt fyrir að lánin yrðu færð til baka til 01.01.2008 gæti það í mörgum tilfellum ekki staðið við greiðslur vegna hækkunar á öllum aðföngu og sköttum. Þetta fólk er tæknilega gjaldþrota. Það var athyglisvert að heira Guðbjart Hannesson segja að hann væri svekktur með að fólk sem fékk frystingu sinna lána skyldi ekki hafa lagt mismuninn til hliðar og síðan greitt inn á höfuðstólinn. Halló......maðurinn heldur að fólk hafi fryst að gamni sínu. Hann gerir sér ekki grein fyrir frekar enn allur þingheimur og hagfræðingar að fólk frysti lán sín vegna þess að eftir að fólk hafði fætt og klætt fjölskylduna sína, og var þá búið að skera allt niður, þá var ekki nóg eftir til að borga af lánum. Þið hafið öllu séð þegar vaskur er fylltur af vatni. Þegar maður tekur tappan úr myndast einhverskonar spírall. Vatnið fer í hringi niður um niðurfallið. Við skulum segja sem svo að þeir sem eru komnir í uppboðsleiðina eru í miðjunni á leið niður í niðurfallið. Hinir snúast í hring og færast hægt og rólega að miðjunni. Við sem erum með lán á húsnæðinu okkar eru öll í þessum vaski. Spurning, hvenær kemur að mér.
Í boði er greiðsluaðlögun fasteignaveðskulda sem í stuttu máli fela í sér að að 3 árum liðnum verði höfuðstóll skulda færður niður í 110% veðhlutfall. Áfram er lánið vertryggt og vísitalan og verðbólgan sjá um að lánið kemur til með að hækka áfra....þó þú borgir.
Það má reyna að blekkja fólk út og suður en þú blekkir ekki fólk í þessari stöðu( skýrir hversvegna fólk nýtir sér þetta ekki ).
Fólk sem er tæknilega gjaldþrota með ofvaxinn höfuðstól ( núverandi staða ) er alveg jafn tæknilega gjaldþrota með þessu úrræði. Að vera mikið gjaldþrota er alveg jafnslæmt og að vera lítið gjaldþrota.
Svo í alvöru talað. Hvað haldið þið að fólk velji. ´
A: Eitthvað úrræði sem setur fólk í skuldafangelsi. Kemur aldrei til með að mynda eign í sínu húsnæði, getur þar af leiðandi aldrei selt þó ekki væri nema til að koma út á sléttu.
B: Gjaldþrot. Gjaldþrot er ekki gott en þó ekki eins slæmt og flestum hefur verið innprentað. Þú missir kreditkortið þitt ( Gott ) Þú mátt ekki eignast neitt ( Fínt hef ekki áhuga á að eignast neitt, er búin að reyna það síðan 1987)
Ég held og heyri að fólk velji frekar B og jafnvel landflótta. Það er mikið hamrað á því að höfða til samvisku fólks við greiðslu skulda. Það getur verið að samviskan hafi kvalið fólk hér áður fyrr og fólk borgað hvað sem var annars verður þú gjaldþrota " auminginn þinn " en þetta er sem betur fer liðin tíð, komið þið bara.
Velji fól í miklum mæli leið B ( sem ég hef trú á að margir muni gera þegar fólk gefst upp á að bíða eftir alvöru úrræðum ) hversu mikið haldið þið að eigendur skuldanna tapi þá miklu?
Kveðja
Guðmundur Sigurðsson
Sandgerði
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 15:36
Það er fyrir löngu vitað að Ríkisstjórnin ætli ekki að gera neitt. Þessir fundir og kjaftæði er bara til að hafa ofan fyrir fólki meðan á eignaupptöku stendur. Fólk getur þess vegna og búið sér til eigin efnahag, eigið sýstem og gefið skít í öll yfirvöld.
Enn það er engin hætta á því. Þrælslund Íslendingar hefur alltaf verið hægt að stóla á. Að fólk séu að kvarta núna er bara fyrir hinu ríku að sætta sig við og halda áfram eins og ekkert sé. menn gleyma þessu þegar fram líða stundir...
Óskar Arnórsson, 13.10.2010 kl. 16:08
Takk fyrir innlitin.
Sérstaklega þakka ég þér Guðmundur fyrir þitt innlegg.
Kveðja Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2010 kl. 16:40
Silla ! Þjóðstjórn segir þú - fynnst þér samstarfið hafa verið upp á það marga fiska , að þér hugnist slíkt ; væri ekki nær að fá utanþingsstjórn ?
Ég vildi sjá Lilju Mósesd. hætta á þingi og stýra næstu ríkisstjórn ásamt fólki úr þjóðfélaginu , en ekki úr Þjóðarleikhúsinu , því þar eru ekki margir frambærilegir , ég get nefnt að vísu Katrínu Jakobs , Ögmund og Atla , kannske Valgerði , en þó ég efast um hana .
Væri ekki Heimir Fjeldsted bara fínn sem forsætis - ? ;-)
Hörður B Hjartarson, 13.10.2010 kl. 20:37
Flott athugasemd hjá þér Guðmundur. Ég var einn af þeim sem bjóst við að fólki yrði hjálpað í gegnum kreppuna án þess að það yrði gjaldþrot eða sett í skuldafangelsi.
Úrræðin eru fín en ekki nógu góð, og alls ekki nógu skilvirk.
Lúðvík Júlíusson, 13.10.2010 kl. 21:28
"Ég var ein af þeim sem studdi þessa stjórn til valda fyrir tæpum tveim árum..Ég hef lært mína lexíu og vil að hún fari frá STRAX..Ég vil sjá starfstjórn allra flokka tímabundið og kosningar í vor."
Og thá aetlar thú ad kjósa Sjálfstaedisflokkinn eda Framsóknarflokkinn?
Verdi thér ad gódu! LOL HAHAHAHHAHA HAHAHAHHA HAHAHAHHAHA
X D....X B? (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 09:15
Af hverju skyldi ég ekki gera það, nafnlaus? Sé ekki að það séu verri þingmenn í þeim flokkum.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.10.2010 kl. 12:09
Fáir hafa lýst vanburðum ríkisstjórnarinnar á grófari hátt en ég. En þurfum við bara ríkisstjórn til að leysa allan vanda? Ég er ófáanlegur til að halda því fram. Ég myndi ekki treysta mér til að sitja í ríkisstjórn á Íslandi eftir að hafa lesið og hlýtt á raddir samlanda minna.
Hversu hátt hlutfall þeirra sem andskotast út í ríkisstjórnina hafa krafist af henni annara úrræða en þeirra að ráðast í fleiri stórvirkjanir og byggja fleiri álver?
Hafið þið góðir lesendur eitthvað velt því fyrir ykkur á hvaða menningarstigi sú þjóð er sem sér ekki nema eina, Eina Lausn á öllum vandamálum?
Til hvers erum við að eyða milljarðatugum í aukna menntun? Til hvers erum við með 8 háskóla?
Fyrirgefið hvað ég er hjáróma en ég leyfi mér að segja við alla þá týhraustu töffara sem svitna klukkutímum saman á líkamsræktarstöðum og sækja sér svo atvinnuleysisbætur:
Takið lúkurnar upp úr vösunum mannleysurnar ykkar og drullist til að gera eitthvað til gagns. Ríkið á ekki að sjá ykkur fyrir vinnu!
Árni Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 12:47
Þú ert ekki hjáróma Árni.
Heldurðu að það séu margir til eins og þú nefnir? Svitni í líkamsræktarstöðum og sæki sér svo atvinnuleysisbætur? Ríkið á ekki að sjá fólki fyrir vinnu beint, heldur óbeint. Við hljótum að ætlast til að ríkisvaldið móti stefnuna, ekki satt? Ástandið er þannig núna að mörg fyrirtæki halda að sér höndum í framkvæmdum, annaðhvort vegna fjármagnsvanda eða þora ekki vegna óvissu. Og ég verð að segja það ég þekki ekki neinn sem vildi ekki frekar hafa vinnu (og það mikla vinnu) en vera atvinnulaus..og þekki ég þó nokkra hérna suðurfrá.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.10.2010 kl. 13:39
Góð eins og alltaf Silla mín Haltu áfram ekki veitir af góðum röddum og pennum Kanski þarf Ríkisstjórnin ekki að gera allt ein og sjálf En hvernig væri að byrja á að stemma stigu við spillingunni... Þá fara kanski góðir hlutir að gerast,hver veit Áfram Silla þín vinkona
Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 16:25
Takk Lilla mín..Já ekki veitir af að láta raddir fólksins heyrast!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.10.2010 kl. 17:53
Mig setti hljóðan eftir reiðilestur frænda mín Árna frá Reykjum hér að framan. Viltu skýra gremju þína frændi?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.10.2010 kl. 20:00
Það er velkomið að skýra þetta betur hafi ég talað óljóst. Segið mér bara hreint út: Finnst ykkur það virkilega vera sæmandi þessari þjóð að nefna bara álver og aftur álver og svo enn og aftur álver áratugum saman þegar rætt er um atvinnu?
Ef svarið er játandi þá er ég auðvitað ekki við mælandi í þessum hóp. Sjálfum finnst mér að við þessi þjóð séum búin að fleygja milljarðatugum út á hauga með því að ausa fé í háskóla og menntastofnanir okkar ef ungt og langskólagengið fólk getur ekki fundið sér atvinnu nema með þessu eina móti.
Ég er andvígur þeirri hugmyndafræði kommúnista að ríkið eigi að sjá fólki fyrir atvinnu. Ég vil sjá ungt fólk takast á við lífið með þekkingu og tækni að bakhjarli. Ég vil sjá fólk takast á við lífsbaráttuna af manndómi en ekki krefjast þess að allar auðlindir landsins séu virkjaðar handa þeim sem hvorki geta né nenna.
Margir spyrja með fyrirlitningarsvip: Hvað er þetta "eitthvað annað, bentu á það!"
Í þessari spurningu felst hinn ægilegi þjóðarsjúkdómur heimskunnar. Og hann er sá að þarna viðurkennir viðkomandi það að í hans huga sé engin- engin von í þessu landi þegar stóriðjukostir verða fullnýttir.
Og Heimir minn ágæti frændi: Hefur Sjálfstæðisflokkurinn í 40-50 ár séð einhverja aðra kosti til framfærslu á Íslandi en álver eða hermang?
Ég leyfi mér að gleyma allri sturluninni hvað varðar virkjun peninganna í einkavæddum bönkum. Og kannski gleymi ég líka viljandi kjörorðinu góða: Markaðurinn leiðréttir sig sjálfur!
Kannski er ég gamaldags. En ég trúi til hinstu stundar að hver sé sinnar gæfu smiður og að allir heilbrigðir og hraustir einstaklingar eigi að sjá fyrir sér sjálfir en ekki krefjast ríkisforsjár.
Ég trúi á frelsi einstaklingsins til athafna og krefst þess að enginn skerði það frelsi.
Árni Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 23:19
Reyknesingar réðu sér sveitarstjóra, ljóshærðan fríðleiksmann sem bar af sér heldur góðan þokka og var hreinlegur og vel klæddur. Reykvíkingar höfðu sagt honum upp starfinu því þeim þótti hann latur og ráðlaus.
Þessi maður stendur nú frammi fyrir hreppsbúum sínum og hvetur þá til að öskra nógu hátt á ríkisstjórnina því hún eigi að láta fólkið í landinu hafa nóg að gera.
Mér er sagt- það er fullyrt við mig að Reyknesingar séu allir læsir og flestir bærilega skrifandi. Sama er mér sagt um Húsvíkinga.
Nokkru fyrir lok nítjándu aldar settist danskur srákur að í Ólafsvík og gerðist búðarloka. Thor Jensen minnir mig að nafnið væri. Í Ólafsvík voru voru engir bílar, engir símar og ekki einu sinni presturinn átti tölvuræfil. Þessi strákur náði sér í dugnaðarlega stelpu og eignaðist með henni sæg af fyrirferðarmiklum krökkum.
Eftir fáeina áratugi átti þessi maður nokkra togara, tvö eða þrjú stórbýli og var að lokum orðinn svo umsvifamikill í búskapnum að það varð að stöðva hann í þeim voða með valdboði.
Ekki fara af því sögur að hann hafi nagað þröskulda hjá íslenskum embættismönnum eða ráðherrum. Hugsast gæti að embættismenn hafi einhvern tímann beðið hann um ráð.
Aldrei man ég til að hafa heyrt það að Einar ríki í Vestmannaeyjum hafi hótað ráðherrum að berja tunnur á Austurvelli ef þeir redduðu honum ekki um vinnu strax á morgun! Ekki hef ég heyrt það heldur um Alla rika á Eskifirði, né heldur Þorvald í Síld og fiski!
Hann Jón í Möðrudal átti hamar og sög og hefil. Hann talaði aldrei við ráðherra en byggði kirkju í Möðrudal. "Nú af því ég sá enga annmarka á því" svaraði hann aðspurður. Jón smíðaði allar innréttingar í kirkjuna og málaði altaristöfluna að auki þar sem postularnir renna sér á rassinum niður grænan hól.
Jón í Möðrudal tók engin lán hvorki í evrum eða jenum.
Bóndinn í Eyjafirði svaraði bóndanum á næsta bæ því af hverju honum gengi betur í búskapnum:
"Af því að þegar þú segir þínu fólki að fara til vinnu þá segi ég mínu fólki að koma til vinnu!"
Ég er viss um að ef Thor Jensen væri núna að koma til Keflavíkur sjóveikur og með sjóriðu þá yrðu ekki mörg ár þar til hann auglýsti eftir smiðum til að ráða bót á húsnæðisvandanum.
Árni Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 02:37
Það er munur á athafnamönnum sem búa til verðmæti á sjó eða landi, eða þegar farið er með íslenska bankapeninga og spilað Casino erlendis. Og þegar tapað er, vilja þeir bara meiri pening.
Ísland var orðin þáttakandi í alþjóðlegum skrípaleik sem eingöngu snýst um að græða peninga með peningum.
Það var sagt um Al Capone að hann gæti skotið ömmu sína og veðjað svo við kunningja sína í hvora áttina hún myndi falla til jarðar...
Á Íslandi er engin skotin, enn keppnin er af sama toga spunnin og er jafn spennandi... hjá þeim sem finnst bankahrunið mest bara gaman.
Óskar Arnórsson, 15.10.2010 kl. 05:15
Mér finnst skemmtilegt að lesa það sem Árni skrifar. Takk fyrir að sýna okkur hlutina frá ýmsum sjónarhornum. Það voru nú ekki allir heimamenn í Reykjanesbæ sáttir þegar náð var í bæjarstjóraefni til Reykjavíkur árið 2002. En það virðist nú samt vera þannig að hann hafi heillað bæjarbúa þessi hreinlegi maður;) Reyndar er hann ekki bæjarstjóri okkar allra Reyknesinga heldur Íbúa Reykjanesbæjar. Margir höfuðborgarbúar setja þetta allt undir sama hatt. Ég þurfti stundum (ekki oft) að leiðrétta þetta á mínum bæjarstjórnarárum (12) Auðvitað stýrir hann stærsta sveitarfélaginu á Reykjanesi en við erum 1800 hér í Sandgerði.
Og það eru mörg önnur ver í umræðunni eins og gagnaver og kísilver. Við erum með einhverja bestu skurðstofu á landinu og vannýtt sjúkrahús á gamla vellinum sem ekki má nýta vegna einstrengingslegra vinnubragða yfirvalda. Mikil þungi hefur verið lagður í ferðaþjónustu og margt fleira. En álversframkvæmdir eru farnar af stað þó við hérna höfum stundum velt því upp hvort þessu járnavirki mætti ekki breyta bara í ylver:)
Það er allt of mikið atvinnuleysi hér á Suðurnesjum og langtímaatvinnuleysi það mesta á landinu. Mönnum og konum 60 ára og eldri fjölgar mjög í þessum hópi. Þetta er bara sorglegt ástand.
Kveðjur inn í daginn.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2010 kl. 09:02
Þakka Árna greinagóða skýringu á orðum sínum.
Hvort Sjálfstæðisflokkurinn sjái bara álver sem lausn við hvers kyns vanda veit ég ekki, en leyfi mér að efast um.
Mér finnst vondur hljómur í fallvötnum sem falla óbeisluð og ónotuð til sjávar. Náttúran skenkti okkur fámennri þjóð fallvötn í ríkum mæli til að beisla og nýta okkur til framfærslu og heilla. T.d. til að sjá okkur fyrir menntun barna og fullorðinna, til að ala önn fyrir okkur á efri árum og þegar heilsan bilar og orkan skerðist.
Mér þykir fallegur kliður og hljómfagur þegar fallvötnin okkar breyta hráefnum fjarlægra heimsálfa í gjaldeyri sem streymir inn í fjárhirslur ríkis og bæja og veita að auki fjölmörgum fjölskyldum möguleika á að framfleyta sér.
Öll rómantík um að horfa á fallegar ár liðast um landið og renna til sjávar heyra fortíðinni til þegar engin var tæknin og engir möguleikar á að nýta kraftinn til ágóða fyrir þjóðina.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2010 kl. 09:51
Og nú verð ég að biðja sjálfan mig afsökunar á því að hafa logið því upp á nafna minn Sigfússon að hann hafi "borið af sér góðan þokka."
Engum manni dettur í hug að bera af sér góðan þokka enda mætti nú fyrr vera hæverskan. En það sem ég vildi sagt hafa var að Árni "bauð" af sér góðan þokka svona við fyrstu sýn.
Um viðhorf þín til vatnsfallanna á Íslandi frændi minn ætla ég ekki að hafa mörg orð. Ég reyni bara að trúa því að þetta hafir þú sagt í misheppnuðu gamni.
En um hráefni fjarlægra heimsálfa: Af hverju dettur engum atvinnulausum ungum manni það í hug að taka þátt í þessari verðmætasköpun frá fyrsta stigi til þess síðasta?
Væri það ekki mikið ævintýri að skjótast til t.d. Ungverjalands og vinna í báxítnámu svona 2-3 mánuði og njóta þess að sjá hvernig upphafið að þessu dýra ævintýri birtist þeim sem þar starfa.
Er það ekki æðsti draumurinn?
En verðum við ekki vinir áfram Silla mín?
Árni Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 11:56
Jú Árni, það þarf nú meira en þetta til að hætta að vera bloggvinir Ég sagði og meina það að mér finnst gaman að lesa bloggið þitt, þótt þú sért
aldraður öryrki, fúll í skapi og sjaldan umtalsfrómur eins og þú segir sjálfur á síðunni þinni hehehe...
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2010 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.