Leita í fréttum mbl.is

Formaður.

Af hverju velja Sjálfstæðismenn ekki Hönnu Birnu formann flokksins. Vilja þeir ekki stækka aftur? Hún er meðal allra frambærilegustu stjórnmálamanna í dag.
mbl.is Íhugar varaformannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Alveg óháð kostum og göllum, Hönnu Birnu og Bjarna, þá er hægt að setja stór spurningarmerki hvort að núna, sé tíminn fyrir formannsskipti.

 Lög gera ekki ráð fyrir þingkosningum fyrr en eftir þrjú ár, hver sem svo raunin kann að verða.  Spurning hvort það sé "hollt" fyrir flokkinn að hafa formanninn, utan þings allan þennan tíma.  Formaðurinn yrði jú í Borgarstjórn, en líklegast í minnihluta.

 Yrði kosið í haust eða næsta vor, þá gæti það verið viss áhætta fyrir flokkinn að vera nýbúinn að halda landsfund og skipta ekki um formann.  Það má hins vegar líka, líta til þess, ef að fer sem allt lítur út fyrir að það fari, þ.e. að í uppsiglingu sé holskefla uppboða á heimilum fólks og gjaldþrot þúsundna fjölskylna í kjölfarið, ásamt ESB aðlögun og fleiri atriða, að stjórnarflokkarnir og formenn þeirra verði það "laskaðir", að formenn flokkana "ráði" vart úrslitum, heldur ástandið í þjóðfélaginu, fyrst og fremst. Auk þess er enginn "nýr" formaður í spilum stjórnarflokkana, sem gæti skipt þar sköpum.

 Sé hins vegar kosið eftir 2-3 ár, þá gæti það verið sterkur leikur að "bíða" með formanninn, fram að landsfundi fyrir þær kosningar og vera þá með "nýjan og ferskan" formann í fararbroddi, verði staða Bjarna þess eðlis að flokkurinn skaðist á því að hann leiði kosningabaráttuna, sem formaður.

 Þetta liti hins vegar allt öðruvísi við, væri flokkurinn í stjórn, þar sem þá væri möguleiki að "hórkera" þannig að formaðurinn yrði ráðherra og þar með með bein áhrif í landsmálunum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.6.2010 kl. 12:17

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Einföld skýring á því Sigurbjörg.

Það er einfaldlega ekki reiknað með konu í toppsæti hrunflokksins og hefur aldrei verið.

hilmar jónsson, 6.6.2010 kl. 12:29

3 identicon

Bull og vitleysa.

Þorgerður Katrín væri örugglega orðin formaður flokksins í dag ef hún hefði haft annan maka.

Geiri (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 12:59

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já Kristinn, það eru líklega margar hliðar á þessu máli eins og mörgum..

Hilmar, ég held að þetta sé ekki rétt. Þeir hafi verið á móti kynjakvóta og viljað að hver einstaklingur standi fyrir sínu. Ég get ekki séð annað en það sé gert. Ragnheiður Elín er formaður þingflokksins t.d.

Geiri.. Þorgerður Katrín, ég er ekki viss.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.6.2010 kl. 13:18

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hva...nýjan formann....og konu í þokkabót?

Ég sem hélt að sjálfstæðismenn mættu vart vatni halda af ánægju yfir formannsvafningi sínum núverandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2010 kl. 13:36

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég veit það ekki. Hef ekkert á móti Bjarna Ben og það er ekki honum að kenna að hafa fæðst með þessa silfurskeið í munninum:) En ég reyni að mynda mér skoðanir um fólk í öllum flokkum. Mér finnst Hanna Birna hafa staðið sig vel. Ég er ekki ein um þá skoðun, þó ég geti ímyndað mér að þú sért ekki sammála mér núna;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.6.2010 kl. 13:41

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Sigurbjörg. Nú tel ég að Hanna Birna hafi staðið sig afburða vel sem borgarstjóri, en ég sé hana ekki sem formann Sjálfstæðisflokksins enn sem komið er. Hún gæti hins vegar komið ágætlega út sem varaformaður.

Það sem ég þekki til Bjarna, er að þetta silfurskeiðatal á afskaplega ílla við um hann. Hann er mjög vel jarðtengdur og tekur vel til hendinni. 

Sigurður Þorsteinsson, 6.6.2010 kl. 18:45

8 Smámynd: Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir

Ég er alveg sammála, held að Hanna Birna yrði mjög fín sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir, 6.6.2010 kl. 18:48

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Sigurður er alveg með þetta, I rest my case...Kona verður aldrei meira en í mesta lagi varaformaður hrunflokksins.

Enn, by the way: Hvað gera þá þessi 80% sem vilja Bjarna úr formannsembættinu ?

Stofna nýjann flokk ?

hilmar jónsson, 6.6.2010 kl. 18:49

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég held að Hanna Birna myndi sóma sér vel í formannsstólnum hjá okkur. Greind, kröftug, áræðin og drífandi!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.6.2010 kl. 20:27

11 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Og ekki skemmir að hún hefur fallega framkomu og er glaðleg. Er það ekki INN í dag að vera skemmtilegur?;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.6.2010 kl. 20:43

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Skemmtileg ? Er það ekki full djúpt í árinni tekið Sigurbjörg ?

hilmar jónsson, 6.6.2010 kl. 21:00

13 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

ég skal stofna flokk með þér og þessum 80%m, hilmar. engin kosning, ég og þú gerum konuna þína að formanni og þig að varaformanni.

Þór Ómar Jónsson, 6.6.2010 kl. 23:23

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Count my wife out...Þór hún skilur mig ekki alltaf eins og eiginkonum er eðlislægt..

hilmar jónsson, 7.6.2010 kl. 00:50

15 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Hún er sjálfkjörin í varaformanninn

Það má vel vera að einhver bjóði sig gegn Bjarna, en ég er sammála þeim sem skrifaði fyrst.. Formannskipti að ósekju er óráð og formaðurinn verður að eiga sæti á Alþingi.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 7.6.2010 kl. 21:44

16 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Axel !  Þetta var gott hjá þér - því svo sannarlega er súkkulaðivafningurinn úr Engey þrælflotur - já fjarska flottur .

Hörður B Hjartarson, 8.6.2010 kl. 20:05

17 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

HA?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.6.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband