10.3.2010 | 08:07
Mikill vill meira.
Er ekki skrítið að fyrsta verkfall sem skellur á síðan kreppan hófst skuli vera hjá þeim sem eru með laun sem eru með þeim hæstu? Ég er sammála talsmanni neytenda Tryggva Gíslasyni að þetta ætti að fara beint í Gerðardóm. Óþolandi að einn smáhópur geti stöðvað atvinnulífið að hluta. Við þurfum á öðru að halda núna.
Flugferðir frestast um 4 tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Mars 2015
- Júlí 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Bloggvinir
- benediktae
- beggo3
- boggi
- gthg
- hlf
- jonatlikristjansson
- jonmagnusson
- jonsnae
- kristinn-karl
- ludvikjuliusson
- martasmarta
- milla
- noldrarinn
- nonniblogg
- prakkarinn
- reykur
- sjonsson
- sigrunzanz
- sleggjudomarinn
- skagstrendingur
- sumri
- thorsteinnhgunnarsson
- vallyskulad
- ziggi
- valdimarjohannesson
- ragnarbjarkarson
- samstada-thjodar
- stefanjul
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Eigum við ekki að taka verkfallsréttinn af öllum vinnandi stéttum á landinu og setja á ein ríkislaun?
Hvað þarf hópur að vera stór til að geta farið í verkfall?
Sigurður (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 08:23
Kannski þarf hann ekki að vera stór. En mér finnst með ólíkindum að þeir fari fyrst í verkfall sem hæst hafa launin. Og eru þar að auki fámennur hópur. Hvað með umönnunarstéttir sem varla eiga fyrir salti í grautinn..fiskvinnslufólk, lögreglumenn, verslunarfólk...
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.3.2010 kl. 08:33
Flugfreyjur boðuðu fyrstar verkfall, svo flugmenn svo flugvirkjar sem fóru í verkfall.
Lögreglumenn seldu sinn verkfallsrétt og geta því ekki farið í verkfall.
Ég styð reyndar allar þessar stéttir ef þær færu í verkfall því það eru grundvallar mannréttindi að geta barist fyrir sínum kjörum.
Það er reyndar þannig að meirihluti launa flugumferðarstjóra er greiddur erlendis frá og kemur sem gjaldeyrir inn í landið líkt og laun starfsmanna álversins, sjá grein í sunnudagsmogganum þann 31 jan "Gjaldeyrir af himnum ofan"
Sigurður (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 08:47
Enda eru þeir ekki að stoppa flug yfir landinu nei nei..Kannski hræddir við aðalvinnuveitandann þann erlenda..Jú allir þurfa að berjast fyrir sínum launum..Það sem ég var að koma inn á, er það að þeir sem mest hafa fara fram fyrstir og ég er ósátt við það.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.3.2010 kl. 09:06
Er það ekki bara þannig að stóru verkalýðsfélögin berjast ekki mjög grimmt fyrir þessum láglaunastéttum. Þessum stéttum væru kannski betur borgið í fámennum verkalýðsfélögum sem eru ekki með formenn sem hafa há laun fyrir þægilega innivinnu og eru tilbúnir að berjast fyrir sínu fólki.
Svo eru ekki allir með lausa samninga...
Sigurður (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 09:20
Heyrði af einum flugumferðarstóra sem ég kannast við að sú stétt telji sig eiga fullan rétt á hækkuðum launum vegna þeirra gjaldeyristekna sem þeir afla.
Mér var spurn. Af hverju fær þá ekki fiskvinnslufólkið himinháa launahækkun?
Auðvitað á að byrja á að hækka laun þeirra lægst launuðu, almenns verkafólks, fólks í umönnunarstéttum o.fl.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 10.3.2010 kl. 11:39
Þeir sem geta valdið mestu fjárhagslegu tjóni með verkfalli, fá hæstu launin! Flestir hafa þurft að taka á sig skerðingu undanfarið vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Flugumferðastjórar eru með allgóð laun og miklu hærri en margir aðrir, en þeir geta valdið svo miklu tjóni með verkfalli, að þeir geta í rauninni heimtað hvað sem er!!!
Sann-Kristinn (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 12:41
andskotans tuð er þetta !
Þetta má draga saman í eftirfarandi:
EF ÞEIR HAFA HÆRRA KAUP EN ÉG, ÞÁ Á AÐ BANNA ÞEIM AÐ FARA Í VERKFALL !!!!!
drilli, 10.3.2010 kl. 12:50
Þú mátt alveg kalla þetta tuð. Breytir mig engu..Af hverju taka þeir ekki á sig skerðingu eins og aðrir. Eigum við sauðsvartur almúginn að stofna reikning svo þeir eigi salt í grautinn. Það gætu hrokkið nokkrar krónur í púkkið frá mér.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.3.2010 kl. 12:54
mér finnst að fólk ætti að kynna sér málið áður en það kemur með sleggjudóma
Edda Bára (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:36
Eru flugumferðarstjórar að fara fram á himinháa launahækkun? Ég heyrði að þeir væru að fara fram á sömu hækkun og flugfólkið sem skv. Mogganum í dag fengu 6% hækkun! Ætli það sé nóg til að stöðva útflutning á flugumferarstjórum sem sækja í störf í útlöndum fjær á margföldum launum?
Kalli K.
Kappinn (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 14:30
Ég er alveg sammála því að það sé eðlilegast að byrja á því að hækka laun þeirra lægst launuðu. Það gerist samt ekki nema þeir berjist fyrir því sjálfir. Það er á engan hátt hægt að kvarta yfir því að flugumferðarstjórar eða aðrar stéttir (há- eða láglauna) berjist fyrir sínum launum á þeim forsendum að þeir sem eru lægra launaðir séu ekki að berjast fyrir sínum launum. Það þarf hver að hugsa um sig í þessum málum og ég er mjög sammála því sem Sigurður nefnir hér ofr að kannski væri lægra launuðum stéttum betur borgið í smærri verkalýðsfélögum.
Ég er ekki sammála því eins og sumir hafa ýjað að - að það eigi að taka verkfallsréttinn af flugumferðarstjórum eða öðrum hálaunastéttum. Erum við með því að segja að hálaunastéttir hafi fyrirgert öllum réttindum sínum bara með því að vera með ákveðið há laun?
Annars varðandi þessa skerðingu sem hefur verið nefnd; Þá fengu flugumferðarstjórar eða aðrir opinberir starfsmenn (líka ohf) ekki mikið af hækkunum í góðærinu svokallaða. Þeir hafa bara verið á sínum taxta og yfirleitt ekki krónu meir á meðan í mörgum tilfellum felst skerðing, hjá þeim sem lenda í henni, í því að þeir eru færðir niður á þann taxta sem segir til um í kjarasamingum og allar aukagreiðslur o.fl tekið af.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 18:01
Sigurbjörg: Ertu ekki að grínast? "Af hverju taka þeir ekki á sig skerðingu eins og aðrir."
Hvers vegna í veröldinni ættu flugumferðarstjórar að taka á sig skerðingu? Bara til að vera eins og allir hinir? Skerðing á launum flugumferðarstjóra myndi leiða af sér minni gjaldeyri inn í landið og lægri tekjur ríkisins. Flugfélögin greiða fyrir það sem þjónustan kostar og því myndi þetta skila sér í tapi fyrir ríkið.
En þá kemur fólk tuðandi og fer fram á launaskerðingu. Hvers vegna? Af því allir hinir þurftu þess? Þetta er barnaleg öfundsýki og ekkert annað.
Flugumferðarstjóri (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 22:57
Þetta er engin öfundsýki herra flugumferðarstjóri! Ég les bara sem almennur launþegi þannig í íslenskan veruleika að þetta verkfall sé út í hött. Við höfum sem þjóð ekki efni á þessu.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.3.2010 kl. 07:39
Sigurbjörg er þér hjartanlega sammlála. Umboðsmaður neytenda Gísli Tryggvason hefur staðið sig vel í sínu starfi. Hækkun launa til þessa hóps þýddi aðeins meiri niðurskurð hjá öðrum.
Sigurður Þorsteinsson, 11.3.2010 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.