17.2.2010 | 09:37
Aldeilis góð frétt.
Allar svona fréttir eru vel þegnar í skammdegi fréttanna. Flugvöllurinn er að sækja í sig veðrið. Hefur reyndar oft verið ofarlega. En með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á Flugstöðinni undanfarin ár þá er hann að verða meðal þeirra bestu. Til hamingju Flugvallarrekendur.
Besta þjónustan í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Mars 2015
- Júlí 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Bloggvinir
- benediktae
- beggo3
- boggi
- gthg
- hlf
- jonatlikristjansson
- jonmagnusson
- jonsnae
- kristinn-karl
- ludvikjuliusson
- martasmarta
- milla
- noldrarinn
- nonniblogg
- prakkarinn
- reykur
- sjonsson
- sigrunzanz
- sleggjudomarinn
- skagstrendingur
- sumri
- thorsteinnhgunnarsson
- vallyskulad
- ziggi
- valdimarjohannesson
- ragnarbjarkarson
- samstada-thjodar
- stefanjul
Athugasemdir
Annars finnst mér að flugvöllurinn eigi að heita Sandgerðisflugvöllur...Hann er í landi Sandgerðisbæjar og Leifsstöð er í ca 3 km fjarlægð héðan frá Heiðarbæ... í beinni línu..Svo var þetta vinnustaður minn í ein 18 ár...Þess vegna frekar tek ég líklega frekar eftir svona jákvæðum fréttum.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.2.2010 kl. 09:49
tja why not eða Ný-lenda
Jón Snæbjörnsson, 17.2.2010 kl. 10:01
Segðu! Það væri enn betra:):)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.2.2010 kl. 10:07
Nafnabreytingu gjarnan. En legg til Leifur Eiríksson flugvöllur. Eins og t.d. Marco Polo flugvöllur, Leonardo da Vinci flugvöllur, John F Kennedy flugvöllur, óvenjulegt að nefna aðeins flugstöð eftir frægðarfólki, ber að nefna allan flugvöllinn.
Arnar (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 11:33
Ekki veit ég eftir hverju er farið við mat á þjónustu flugvalla. Ágæt þjónusta svo sem á Keflavíkurvelli en það sem mér mislíkar stórlega þar er okrið í þeim verslunum sem eiga að heita Tax-free. Starfsfólkið svarar fullum hálsi aðspurt um hverju þetta sætir; "Við erum bara með þetta á sama verði og aðrar verslanir". Versta dæmið er Penninn sem var eftir jól með hærra verð á bókum en Hagkaup var með á þorláksmessu.
Jón Bragi Sigurðsson, 17.2.2010 kl. 13:28
Já það er rétt hjá þér. Ég fór þarna um í nóvember og ég held að það sé búið mál að það sé ódýrara þarna uppfrá. En þegar ég sá verðið á Kastrup blöskraði mér. Það er enn verra þar. Skýringin sem ég heyrði þegar ég var að vinna þarna var að aðstaðan væri svo dýr þ.e leigan fyrir verslunarplássið.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.2.2010 kl. 13:44
Jú það er alveg rétt að verðið á flestum flugvöllum á veitingum er alveg uppúr öllu valdi. Keypti samlokuræfil á Arlanda sem kostaði 60 SEK sem kostar svona 20-30 krónur á venjulegu kaffihúsi hér.
En mér finnst að í verslunum sem eiga að heita Tax-free eigi að sjást einhver munur á verði. Þeir guma alla vega mikið af þessu Tax-free á heimasíðunni sinni þ.e. síðunni fyrir Keflavíkurflugvöll. Það væri mikið heiðarlegra hjá þeim að benda fólk á að fara í Hagkaup í staðinn :)
Jón Bragi Sigurðsson, 17.2.2010 kl. 14:02
Já vegna þess að umframálagningin hjá þeim er meiri en sem nemur vsk-inum!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.2.2010 kl. 14:14
Gallinn er sá að þótt þetta sé "frísvæði" og vsk ekki innheimtur af ríkinu þá er hann samt sem áður inn í verðinu og innheimt af flugstöðinni sjálfri í formi leigu, sem er hreint ekki í lægri kantinum. Verslunum er því nauðugur kostur að verðleggja sig samkvæmt því. Verst var fríhöfnin sjálf, þar var verð á flest öllu hærra en í Rvík, ef frá er talið áfengi og tóbak.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.2.2010 kl. 15:42
Það er rétt það eina sem er ódýrara er áfengi og tóbak..Kannski af því álagning er svo há annarsstaðar.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.2.2010 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.