Leita í fréttum mbl.is

Hvassahraun!!!

Er ekki allt í lagi með fólk? 

Ég ferðast oft milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Hvassahraun er í lengri fjarlægð frá núverandi flugvelli í Reykjavik en Keflavíkurflugvelli. Hvað er að? Ef leggja á niður núverandi flugvöll í Reykjavík..sem ég veit að margir eru á móti þá myndi ég velja Keflavíkurflugvöll. Við eigum fullkomnar skurðstofur og frábært starfsfólk í Keflavík og ef það myndi ekki duga þá þyrfti bara litla þyrlu til að ferja fólk til Reykjavíkur. Giska á tíu mínútur í flugi. Íslandið góða! Á það endalausa peninga? Hugsið góða fólk!


mbl.is „Verið að vekja upp gamlan draug“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaframkvæmd

Gaman að lesa þetta. Uppörvandi að sjá hvað unga fólkið okkar er efnilegt!
mbl.is Hringdu í þrjú hundruð húsfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónusta og þjónustulund.

Þjónusta Póstsins er mér ofarlega í huga. Þar sitja nágrannar ekki við sama borð. Ég versla við fyrirtæki í Reykjavík sem sendir mér vörurnar með Póstinum. Ég þarf að sækja þær á pósthús bæjarins. Ég bý í Sandgerðisbæ. Í næsta bæjarfélagi 7 kílómetrum í burtu, Reykjanesbæ býr vinkona mín með samskonar viðskipti og fær vörurnar sínar heim í hús. Reglur Póstsins er svarið þegar ég hef samband við yfirmann svæðisins. Óþolandi mismunun finnst mér. Verst af öllu er hvað umburðarlyndið var lítið hjá viðmælanda mínum og kveikjan stutt. Það er lágmark að þeir sem vinna við svona störf hafi þjónustulund og kunni að sýna kurteisi. Eða er það bara mitt álit?


ERFITT AÐ LIFA Á ÍSLANDI Í DAG.

Þarna birtist ein afleiðing hrunsins. Á meðan Íbúðalánasjóður og bankar hafa eignast fjölda íbúða og leigja ekki út þá gerist þetta. Ég bý á Suðurnesjum og það stingur mann að sjá margar tómar íbúðir. Á sama tíma fer leiguverðið hækkandi og íbúðir fást ekki leigðar. Verður þetta viðvarandi ástand?Frown
mbl.is Svikarar á leigumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýn mál vegna heimilanna eru ekki á dagsskrá.

Stjórnarandstaðan mun ekki þvælast fyrir þeim. Þessi ríkisstjórn ætti að byrja á því núna þegar fimm dagar eru eftir, eða fjórir dagar eru eftir af þinginu að fara yfir listann, skoða hvaða mál eru brýn, aðkallandi og áríðandi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Tökum þau mál, stjórnarandstaðan mun ekki þvælast fyrir þeim, tökum þau mál og klárum þau,sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ég ætla rétt að vona að einhverjir verði svo réttsýnir að koma málum þorra heimila landsins í gegn. Annars rís fólk þessa lands ekki upp!
mbl.is „Þetta er auðvitað bara leikrit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanlegt

Það eru svo loðin svör sem maður heyrir í þessu máli að það sætir furðu! Hversvegna fær hún ekki þennan rétt..á meðan við erum með stóran..STÓRAN hóp flóttamanna sem lifa hér, kannski ekki góðu lífi en betra lífi en öryrkjar þessa lands! 
mbl.is Umsókn stóðst ekki lagareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki líst mér á!

Skrítið mannfólkið..Ég fylltist von yfir ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins Happy  en orð formanns Vg í Reykjavík fylltu mig vonleysi Crying
mbl.is Fylltist hryllingi yfir ræðu Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú gengur borgarstjóri of langt!

Ég veit, ég veit. Hann lofaði að vera fyndinn. Þetta er það ekki..Vonandi getum við fundið eitthvað heilbrigðara sem er atvinnuskapandi!
mbl.is Hassstaðir atvinnuskapandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband