Leita í fréttum mbl.is

Ekki bara kirkjan.

Það er ekki bara innan kirkjunnar sem þöggun hefur átt sér stað í kynferðisafbrotamálum. Allt þjóðfélagið er núna fyrst að læra að taka á svona málum. En það afsakar ekki þöggunina innan kirkjunnar. Ég vildi óska að þessar konur fengju allar viðurkenningu á réttmætum ásökunum sínum. En engin er bættari með því að hengja einhverja í gálga..Því síður að fá tugi milljóna í peningum! Ég gæti trúað að besta líðanin eftir viðurkenningu á réttmæti orða sinna..væri FYRIRGEFNING. Að fyrirgefa þeim sem hefur orðið á í "messunni"
mbl.is Sár yfir að hafa varið föður sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er ég sammála.

Kirkjan þarf að biðja þessar konur fyrirgefningar á mistökum sínum. Og vonandi verður þetta svo til þess að betur verði staðið að svona málum héreftir.

Marta B Helgadóttir, 11.6.2011 kl. 17:20

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín, ég átti eitt sinn tal við mann sem hafði verið á Breyðavíkur-heimilinu á sínum yngri árum, tjáði hann mér sína skoðun á þessum málum og sagði að engir peningar eða fyrirgefningarbeyðnir læknuðu þau sár sem hann hefði orðið fyrir, en allt í lagi væri að byðjast fyrirgefningar, en verst þótti honum að hafa aldrei fengið tækifæri til náms eða fengið viðurkenningu hjá samferðafólkinu sínu.

Þetta samtal okkar situr í mér, vegna fordómanna sem koma þarna fram.

Ég vona að allt það fólk sem  þola hefur þurft ofbeldi, í hvaða formi sem þau eru, fái uppreisn æru og að við verðum betur á varðbergi hér eftir.

Knús í helgina ykkar kæru vinir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2011 kl. 17:41

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er sammála þér Silla.

En fyrirgefning er ekki að einhver segi "fyrirgefðu". Fyrirgefning er að geta fyrirgefið þeim sem gert hefur á hluta manns, og það af heilum hug, svo einfalt er það og flókið í senn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.6.2011 kl. 15:47

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er svo satt Beggó mín, við þurfum að geta fyrirgefið

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband