Leita í fréttum mbl.is

Hetjur hafsins

Hefðu þeir ekki þurft að fá áfallahjálp?
"Eftir að Farsæll GK kom inn í höfnina kom sjokkið. Grétar kvaðst hafa hringt í skipsfélaga sína seint í gærkvöldi og þeim hafi öllum liðið eins. Fundið fyrir áfalli vegna þessa alvarlega atviks."
Þetta hefur verið skelfileg lífsreynsla. Guði sé lof að allt fór vel.


mbl.is Aldrei lent í öðru eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég tek undir með þér, "Guði sé lof að allt fór vel."

Okkur sem sitjum heima í rólegheitunum, grunar ekki einu sinni að  menn séu að berjast upp á líf og dauða við Ægi konung, aðeins nokkra kílómetra í burtu. Ég dáist að mönnunum fyrir æðruleysið og óska þeim alls hins besta í framhaldinu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.2.2011 kl. 13:51

2 identicon

Við sitjum ekkert í rólegheitm í landi. Við erum í margfalt meiri hættu en sjómenn daglega í þeim ótrygga ólgusjó sem kallast umferð.

bjarni (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 14:04

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ertu sjómaður bjarni? Þeir eru jú í umferðinni annað slagið:):) Tölulega séð er hættulegra að vera í umferðarinnar ólgusjó en þetta eru svakalegar aðstæður sem geta komið upp á sjónum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.2.2011 kl. 14:43

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Kæra Sigurbjörg, mér hlýnar um hjartarætur, þegar ég les þennan pistil þinn og ekki er nú verra fyrir mína nánustu að fá aðeins að lengja lífið með því að hlægja duglega að brandaranum sem bjarni deilir með okkur hér fyrir ofan.

Ég hef verið sjómaður í ca. þrjátíu ár á minni bátum og togurum, þar af leiðandi hefur maður oft lent í svakalegum hættum, það þekkja allir sjómenn þann veruleika, þótt menn tali ekki mikið um það.

Oft hefur maður orðið logandi hræddur, lítil bátsskel í ölduróti má sín lítils, en sem betur fer hef ég verið heppinn.

Menn með líka kímnigáfu og birgir hafa stundum komið um borð og ætlað að verða ríkir á auðveldan máta.

Einum man ég eftir sem fékk viðurnefnið "Magnús", vegna þess að hann skjögraði með rauða fötu í fanginu og gat lítið annað gert en að æla í hana með reglulegu millibili.

Hann var nú ansi brattur þegar hann kom um borð, sagði að sjómennskan gæti ekki verið mikið mál, hann hafði nú oft unnið hin ýmsu afrek í erfiðum störfum í landi.

Hann talaði ansi digurbarkalega þegar látið var úr höfn, við sem reyndari vorum leituðumst við að fræða hann um hættur ýmsar sem þurfti að varat, en hann þóttist nú fær í flestan sjó.

Þetta var um vetur og Ægir gamli í vondu skapi, það kom kolvitlaust veður og þá varð hetjan hugumstóra ósköp aumur að sjá.

Það var ekkert gagn af honum þennan túr og ég efast um að hann reyni aftur að verða ríkur á svona auðveldan hátt. Það var ansi fátt um svör þegar hann var spurður að því, hvort þetta væri nokkuð mál.

Ekki skal gert lítið úr hættum í landi, en þar er þó allavega allt nokkuð stöðugt og menn eiga ekki á hættu að fá þunga járnhluti í höfuðið þegar þeir rölta á götunum.

Jón Ríkharðsson, 3.2.2011 kl. 15:06

5 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sjólag hefur verið í meira lagi sérstakt, samkvæmt lýsingum skipstjórans.  Báturinn stendur sig og ekki kemst í hann sjór við þessa kaffæringu.  Skipstjóri og áhöfn bregðast einnig rétt við. Það er ekki fyrir aukvisa að sinna þessu starfi.

Jón Atli Kristjánsson, 3.2.2011 kl. 16:14

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bjarni, allflestir setjast niður í rólegheitunum að loknum vinnudegi, meira að segja sjómenn í landi, dauðþreyttir eftir dagróðurinn.

Víst tekur umferðin þungan toll, en hann er í allflestum tilvikum tilkominn vegna frekju og tillitsleysis ökumannanna sjálfra. Í örfáum tilvikum eru bílslys að vísu veðurguðunum að kenna.

Svo eru líka til flugslys, sem eru þó öruggasti ferðamátinn, þrátt fyrir að ég hafi misst manninn minn í einu slíku.

Það að álíta að einhver atburður þar sem mannslíf eru í hættu sé eitthvað ómerkilegri en annar vegna þess að að tíðni hans er minni, er ótrúlega undarlegt sjónarmið að mínu mati.

Það að bíða æðrulaus þess sem verða vill, og byrja í rólegheitunum að búa sig undir lokaáökin, sem enginn vissi hver yrðu, kallan ég sannan hetjuskap.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.2.2011 kl. 17:08

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Afsakið, síðasta línan á að hljóða svo  "kalla ég sannan hetjuskap."

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.2.2011 kl. 17:10

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég var einmitt á Arnfirðingi II 105 tonna netabát á þessum stað í innsiglingunni í Grindavík þegar við fengum nokkur svona brot á okkur.

Báturinn gjöreyðilagðist, kokkurinn ærðist og gargaði svo mikið að ég man best eftir því. Skipstjórinn var að berja hann í andlitið svo hann þegði og við urðum ofsalega fegnir því.

Línan með björgunarstólnum var svo slök út af briminu að við vorum allir dregnir úr bátnum í kafí sjóinn og svo upp aftur. Tímin leið undarlega hægt allan tíman eða furðulega.

Mér og einum svo vorum á nærbolnum þarna var orðið svo kallt að manni hitnaði raunverulega. Ég man eftir því hvað við hlógum að þessum kuld-hita ástandi á okkur. 

Svo kom björgunarsveitinn og skaut línu. Mastrið lá í sjónum og hefði það brotnað, væri ég ekki að skrifa þessar línur.

Við fengum einhverja sjokksprautu strax í fjörunni sem gerði allt svo gaman að öll áhöfninn fór bara á ball um kvöldið....

Ég varð þræltrúaður þessa tæpa þrjá tíma sem þetta tók, sem er eiginlega það versta sem fylgdi þessu sjóslysi. Þetta var fyrsta sjóslysið mitt af þremur sem hægt er að kalla alvarlegt...

Óskar Arnórsson, 8.2.2011 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband