Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Rjúpur

Rjúpnaveiðimenn athugið! Það er að bresta á brjálað veður! Ég hef nú aldrei verið hrifin af því þegar verið er að drepa þessi grey. En þetta er víst leyft. Farið varlega og hlustið á veðurspána.
mbl.is Útlit fyrir afar slæmt veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskuill

Nú er mér nóg boðið. Ég hef horft upp á niðurskurð í þjóðfélaginu eins og aðrir. Fólk missir vinnu og það nær ekki endum saman. Biðraðir eru út úr dyrum hjá hjálparstofnunum og fólk á ekki fyrir mat. Ein birtingarmynd ástandsins eru uppsagnir á sjúkrahúsunum. Skurðstofum er lokað og þjónustan minnkar. Starfsfólkið sem enn er þar eftir gefur eins mikið af sjálfu sér og það getur. En hvenær verður álagið því ofviða?

Tengdamóðir mín varð fyrir því áfalli að detta og lærbrotna í fyrrinótt. Hún bíður aðgerðar á LSH í Fossvogi. Þar voru þau svör gefin nú fyrir stundu að vonast væri til að aðgerðin gæti farið fram í dag! Lengi hefur mann grunað að eldra fólk sé frekar látið bíða lengur en aðrir hópar en þetta gengur fram af mér. Hjúkrunarfólk sagði mér í gær að bið eftir aðgerð gæti orðið allt að þrír sólarhringar. Á meðan er miklu magni af verkjalyfum beitt til að kvalirnar séu ekki óbærilegar.

Og enn eru boðaðar sparnaðaraðgerðir í heilbrigðismálum. Læknar og annað hjúkrunarfólk flýr land. Ég er ekki að stinga höfðinu í sandinn...Mér er fulljóst að við urðum fyrir áfalli sem þjóð. En hvað varð um loforð núverandi stjórnvalda um Velferðarþjóðfélag? Mér finnst einfaldlega forgangsröðunin röng og ekki í samræmi við gefin loforð.


Skammarlegt þjóðfélag!

Í hvernig þjóðfélagi búum við. Nú erum við komin á þann stað að fjöldi atvinnulausra sem hefur verið það samfleitt í þrjú ár, er dottið út af bótum..Á sama tíma les maður svona ótrúlega frétt: "Í fyrra fengu 323 einstaklingar sem voru með meira en tíu milljónir í laun, hlunnindi, lífeyri og greiðslur aðrar en fjármagnstekjur, greiddar atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun."
Í sömu frétt er sagt frá því að 3632 framteljendur hafi átt 100 milljónir hver. Og þeim fjölgaði mikið milli ára í svæsnustu kreppu síðari tíma! Það eru greinilega ekki allir eins fátækir eins og fólkið sem kemur í þúsunda tali til hjálparstofnana þessa dagana til að fá mjólk og brauð! Ótrúleg frétt!
mbl.is 3.632 eiga 750 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær endir á raunum námumanna

Gleðifréttir sem snerta alla. Þeir í Síle eru til fyrirmyndar. Vonandi verður þessi atburður til að auka öryggi starfsfélaga þeirra um allan heim. Ekki veitir víst af.
mbl.is Öllum bjargað upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir STRAX

Þetta gengur ekki lengur. Uppbygging landsins gengur allt of hægt. Tvö ár frá hruni og margt fólk er orðið vonlaust. Ég geri ráð fyrir að ég sé ekki ein um að þekkja marga örmagna. Ég er bara venjuleg mamma, amma og langamma (að ég held)..Ég var að hlusta á Guðmund Ólafsson á Rás 2..Þar malar hann hvern miðvikudag. Hann segir að það séu aðeins 2-3% landsmanna í brýnni þörf fyrir aðstoð með húsnæðislánin. "Ekki rjúka út í mótmælaaðgerðir og rugl" sagði hann. Og síðan: Ekki horfa til ríkissins í von um að það bjargi! Er hann einhver sérlegur talsmaður yfirvalda?
Ef ríkið skapar ekki jarðveg fyrir fólk og fyrirtæki verður þjóðfélagið einfaldlega keyrt á tíu kílómetra hraða..
Ég var ein af þeim sem studdi þessa stjórn til valda fyrir tæpum tveim árum..Ég hef lært mína lexíu og vil að hún fari frá STRAX..Ég vil sjá starfstjórn allra flokka tímabundið og kosningar í vor.
Reynum samt að láta ekki reiðina ná tökum á okkur og eigum eins góðan dag og hægt er.
Silla.
mbl.is Engin verkáætlun kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei skal það viðurkennt!

Hver skyldi vera ástæðan fyrir þessu?..Fáir hafa nýtt sér úrræðin!
"Forsætis- og fjármálaráðherra segja þetta vonbrigði en sé þó ekki til marks um að ríkisstjórninni hafi mistekist ætlunarverk sitt um að slá skjaldborg um heimilin".
Það skyldi þó aldrei vera að Skjaldborgin sé einhverstaðar annarsstaðar þar sem fólk finnur hana ekki. Að úrræðin séu svo langt frá veruleikanum að þau séu ekki fyrir hinn venjulega borgara sem hefur einfaldlega gefist upp.

mbl.is Okkur hefur ekki mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum það sem við borðum.

Það eru örugglega nokkrir sem glíma við offitu vegna einhvers líffræðilegs galla. En stór hluti Íslendnga borðar of mikið og hreyfir sig of lítið. Verst að sjá hvað hlutfall feitra barna hækkar..Innivera yfir tölvum og minni hreyfing..Þetta ber allt að sama brunni. „Fleiri borða orkumeiri mat og fólk hreyfir sig of lítið,“ segir Hólmfríður hjá lýðheilsustöð..
Snúum nú dæminu við..það er aldrei of seint!!
mbl.is Faraldur offitu hefur lagst þungt á þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti?

Var ekki verið að tala um að hafa samráð við alla flokka. Sjálfstæðisflokkurinn er nú sá stærsti hvort sem fólki líkar það betur eða verr.
mbl.is Sjálfstæðismönnum ekki boðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreyttur eða áhugalaus.

Auðvitað getur það komið fyrir besta fólk að dotta svona. En það læðist nú sá grunur að manni að fundarefnið hafi verið eins og vögguvísa fyrir dómsmálaráðherrann. Allavega heyrðist mér rætt um álver þarna!
mbl.is Dottaði á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfstjórn

Það verður að mynda annað hvort starfstjórn eða utanþingsstjórn. Það er engin svo utanveltu að hann finni ekki og sjái hvað ástandið í þjóðfélaginu er alvarlegt. Þeir sem fitja upp á nefið og segjast ekki nenna að taka þátt í umræðunni eru í miklum minnihluta. Ég hef aldrei orðið vör við eins mikla umræðu manna á millum um stjórnmál eins og nú..Flokkarnir tveir sem nú stjórna eru svo ólíkir innbyrðis að þeir eru ekki að ná því þó góða sem þeir ætluðu sér. Að því marki sem flokkarnir buðu upp á annað en endurreisn vísaði framtíðarstefnan í gerólíkar áttir. Enda hefur endurreisnin látið bíða eftir sér. Norrænu velferðarstjórninni hefur mistekist. Við þurfum kosningar í vor og bráðabrigðastjórn fram að því..helst stjórn allra flokka.
mbl.is Ný verkefnisstjórn taki við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband