Leita í fréttum mbl.is

Kraftaverk

Þetta kalla ég kraftaverk. Bíllinn fór þrjár veltur og konan fékk bara skrámur á höfuðið. Ófætt barnið (32vikna) alheilt og eins árs barnið einnig! Kraftaverkin gerast enn. Svo getum við verið hreykin af breytingunni sem er orðin í öryggismálum. Allir spenntir eða í bílstólum eftir aldri. Yngsta barnið mitt verður 28 ára á morgun..Hún og eldri systir hennar voru í bílstólum sem lítil börn en ekki nærri eins öruggum og nú tíðkast. Að ég tali nú ekki um eldri börnin mín sem dingluðu óbundin í bílnum:( Það hefði varla þurft að spyrja um örlög barnsins í gær ef það hefði verið laust.
Hamingjuóskir til þessarar fjölskyldu!
mbl.is Líklega útskrifuð síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta fór blessunarlega vel, þökk sé þeim öryggisbúnaði sem fyrir hendi var og umfram allt notkun hans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.1.2011 kl. 23:20

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég tek undir það með þér, þetta er kraftaverki líkast.

Marta B Helgadóttir, 17.1.2011 kl. 11:27

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

já hér fór vel sem betur fer

Jón Snæbjörnsson, 19.1.2011 kl. 15:49

4 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Já sem  betur fer fór allt vel hjá þeim.

Minn sonur verður 40 í sumar og hann var  í bílastól frá USA

Valdís Skúladóttir, 19.1.2011 kl. 19:51

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ekkert nema kraftaverk, en heppnin eltir þá sem eru vel undirbúnir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 22.1.2011 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband