Leita í fréttum mbl.is

Aldrei skal það viðurkennt!

Hver skyldi vera ástæðan fyrir þessu?..Fáir hafa nýtt sér úrræðin!
"Forsætis- og fjármálaráðherra segja þetta vonbrigði en sé þó ekki til marks um að ríkisstjórninni hafi mistekist ætlunarverk sitt um að slá skjaldborg um heimilin".
Það skyldi þó aldrei vera að Skjaldborgin sé einhverstaðar annarsstaðar þar sem fólk finnur hana ekki. Að úrræðin séu svo langt frá veruleikanum að þau séu ekki fyrir hinn venjulega borgara sem hefur einfaldlega gefist upp.

mbl.is Okkur hefur ekki mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það hringdi í mig ung kona í morgun. Mál hennar heimilis er búið að vera hjá ráðgjafastofu heimilanna í marga mánuði. Svörin dragast á langinn: Flókið, verðum að sjá til, endalaus EKKIsvör! Á meðan bíður bankinn og skuldirnar..Unga húsmóðirin var grátklökk..Sér ekki fram úr augum. Veit ekkert um framtíðina..Það eina sem þau unnu sér til saka var að byggja upp heimili, kaupa nokkurra ára bíl..vinna bæði og eignast tvö börn. Greinilega vitlaus uppskrift í dag:((

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.10.2010 kl. 16:28

2 identicon

Þær hefðu orðið færri sögurnar um hörmungar heimilanna ef stjórnmálamenn hefðu verið settir til hliðar meðan unnið var úr vandanum. Allavega mundi ég aldrei láta rakara taka úr mér botnlangann.

axel (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 16:59

3 identicon

Jóhanna getur ekki svarað því hversu langan tíma það tekur fyrir fólk að fá sjálfsagða leiðréttingu sinna mála í þessu landi. Enn á fólkið bara að bíða og bíða á meðan hún leitar að sinni týndu skjaldborg, skjaldborg sem ekki finnst sökum þess hve lítil og léttvæg hún var. Hún skilur ekki að fólk er búið að bíða í 2 ár og bíður ekki mikið lengur. Það hlýtur að fara sjóða upp úr! Ég er tilbúin í næstu mótmæli. Skora á það fólk sem stóð fyrir þeim síðustu þar sem mættu um 8000 manns að boða til nýrra mótmæla þar sem þeim tókst þetta svo sköruglega síðast.

assa (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 17:04

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk fyrir innlitin.

Ég skora á ykkur að horfa á Ísland í dag..þáttinn í kvöld 12.10..Þar kemur fram kona sem ég þekki og það gefur þessum fáu orðum mínum vægi..Hvert í ósköpunum stefnum við Íslendingar? Þessi stjórn er allavega ekki að ráða við vandann, svo mikið er víst.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.10.2010 kl. 22:17

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er með ólíkindum að stjórnvöld finni ekki hina minnstu sök hjá sér, eftir að hafa mistekist fjórum sinnum að leysa vandann. 
  Jóhanna fór mikinn og skammaði bankana í stefnuræðu sinni.  Daginn eftir kom svo í ljós að hið opinbera stöðvar oftar en ekki bankana í því að semja við fólk, vegna ógreiddra opinberra gjalda.

 Nú er það svo að stór hluti þeirra sem talað hafa við bankana, hafa einnig talað við Ráðgjafastofu um fjármál heimilana, núna Umboðsmann skuldara.  Það er því frekar ólíklegt að stjórnvöldum hafi ekki borist til eyrna fyrr, þessi þröskuldur vegna hins opinbera.  Auk þess sem að stjórnvöld eru jú hið opinbera. 

 Minnsti vandinn er líklega skuldavandinn. Vandamálið er líklegast þessi skortur á úttekt á stöðunni, það er eins og að vandinn hafi ekki verið skilgreindur frá upphafi og allra mögulegra hnökra leitað.  Þá handvömm eiga stjórnvöld algerlega skuldlaust.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.10.2010 kl. 22:38

6 Smámynd: Jón Svavarsson

Stjórnmálamenn vinna eftir einhvejum annarlegum hvötum sem ekki eru í þágu þjóðarinnar og ekki eru til að efla einningu hennar. Það virðist allt ganga út á það að skipta upp þjóðinni í stéttir þeas yfirstétt yfirgangsamra og undirstétt kúgaðra þræla.

Jón Svavarsson, 14.10.2010 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband