Leita í fréttum mbl.is

Alvöru samkeppni?

Nú heyrir maður fréttir um að Icelandair hyggist fjölga ferðum til USA..Og svo núna það nýjasta að Delta sé að koma líka inn á markaðinn. Kannski erum við að sjá fram á raunverulega samkeppni. Allt sem miðar að lægra verði eru góðar fréttir..En alltaf verður öryggið að vera í fyrirrúmi..Ég hef flogið með Icelandair og Iceland Express..Læt ykkur um að giska á hvort félagið hafi verið meira að mínu skapi..
mbl.is Delta Air Lines hefur flug til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Látum okkur nú sjá hvernig þessu verður háttað.  Það eru ekki mörg ár frá því að SAS og Icelandair flugu frá Kaupmannahöfn til Íslands.  En þegar betur var að gáð, voru sæti SAS bara í vél Icelandair.  Þ.e. sama flug og þar af leiðandi engin samkeppni.  En það væri gaman ef Delta færi í samkeppni og ekki í samvinnu við Icelandair / Iceland Express.

H. Lindal (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 21:12

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Delta gefa upp í fréttinni, hvernig vél verður í ferðum í þessu flugi, þannig að varla verður það Icelandair...... held þeir eigi ekki svona vélar.

 En spurningin er hversu velkomið þetta flugfélag verður hér í augum íslenku félagana.  

Erlend trygginafélag hefur reynt við almenna markaðin hér, en íslensku félögin, undirbuðu það út af markaðnum.  Þau töpuðu reyndar slatta á því, en við borguðum það bara síðar.

 Olíufélag Erving Oil svælt héðan er það leitaði lóða hér undir bensínstöð.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.8.2010 kl. 21:24

3 identicon

Alvöru samkeppni er af hinu góða.

Íslensku flugfélögin hafa fengið að starfa óáreitt og lagt á "gjöld" án frekari útskýringa eða útlistunar.

Þess fyrir utan hefur verið okrað á mat og drykk, sem erfitt verður að keppa við við Delta.

H. Líndal hér að ofan man greinilega ekki eftir því að í upphafi voru SAS ekki í samstarfi við Icelandair heldur keyrðu egið kerfi og seldu ferðir á tugum prósenta lægra verði.

Skrifstofan var á annari hæð á Laugarveginum, nánar tiltekið í Heklu-húsinu ofan við lyklasmiðinn sem þar var/er.

Óskar G (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 21:35

4 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Kristinn, allar vélar Icelandair sem notaðar eru í áætlunarflugi, að undanskilinni einni, eru 757-200

Margrét Elín Arnarsdóttir, 6.8.2010 kl. 21:39

5 identicon

Ég veðja á að islensku félögin, örugglega icelandair, lækki verðið rétt áður en Delta hefur áætlunarflugið sitt og hækki það síðan aftur þegar eða ef Delta hættir ... sem er náttúrulega "ekta íslensk samkeppni". 

I.Karlsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 21:43

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk fyrir innlitin.

Ég fagna allri samkeppni. En ég held við fáum það sem við borgum fyrir..Ég hef í gegn um árin flogið með Icelandair (Flugleiðum fyrrverandi)..En vegna tilboðs um lægra verð fór ég í sumar til USA með Iceland Express..Ég ætla ekki að reyna að lýsa muninum. Ekki var það starfsfólkið sem var til fyrir myndar. En öll aðstaða um borð og þægindi! Ég vel Icelandair næst, ef ég hef yfir höfuð efni á að fara út fyrir landsteinana:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.8.2010 kl. 22:04

7 identicon

Loksins verður Íslandi þjónað af brosandi flugfreyjum en ekki fertugum skeifufésum.

Hlakka til að finna lyktina af ameríska teppinu um borð og byðja um USAtoday í stað Moggans geta keypt mér Payday-súkkulaði í stað Nóa Síríus..

ahhh.. næst, hlakka til :)

Ingi (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:15

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Fertugum skeifufésum? Viltu útskýra þetta Ingi!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.8.2010 kl. 22:34

9 identicon

Ingi minn, verði þér að góðu. Bandarískar flugfreyjur eru þekktar fyrir nánast allt annað en þjónustulund.  Má ég frekar biðja um teppi án fúkkalyktar eins og þú lýsir.

ps. Það eru ekki ,,Y" í biðja.

H (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:38

10 identicon

Afsakið, en ég greinilega ferðast meira en þið.

Klassinn yfir íslenskum flugfreyjum er bara dottinn niðrí 0 miðað við hvað hann var einu sinni. Núna er svipurinn á þeim eins og þær séu á kassa í Hagkaup. Jújú, ein og ein sem brosir og ber sig vel.

H - Fúkalykt? var það eftir þú gekkst um borð?

(veit að biðja er með I, mér finnst flottara með Y) :)

Ingi (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 23:56

11 identicon

Hahahaha...

Það er greinilegt að fáir hérna hafa flogið með Delta. Fínasta flugfélag en þeir kunna sko alveg að rukka fyrir hlutina. Það er t.d. rukkað fyrir allar töskur (amk í innanlandsflugi) sem ekki eru handfarangur svona til að nefna eitthvert dæmi.

Svo varðandi flugfreyjurnar hjá þeim að þá eru amerískar flugfreyjur fínar en þær eru með þeim eldri sem maður sér starfandi um borð. Það eru yfirleitt elstu freyjurnar með mesta starfsaldurinn sem sækja um að fljúga millilandaflugin þar það borgar betur. Þær íslensku eru yfirleitt langbestar og hef ég samanburðinn frá mjög mörgum flugfélögum.

Flugfarþegi (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 00:42

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samkeppnin er holl og góð. Við höfum haft allt of mikið að fákeppninni eins og á matvælamarkaði.

Delta kemur til með að færa okkur mun fleiri útlendinga til landsins og ekki veitir af að fá meiri gangandi, hjólandi og akandi gjaldeyri á götur og vegi landsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.8.2010 kl. 06:54

13 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég hef bara aldrei hitt á flugfreyju með skeifu..Hvorki hjá Delta, Usair, United eða Express að ég tali ekki um Icelandair. Það sem ég hef orðið var við er að þeim hefur fækkað og hafa því meira að gera..En ég verð að viðurkenna og það er kannski þjóðarrembingur, en langbestar eru þær íslensku!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.8.2010 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband