Leita í fréttum mbl.is

Ég er pirruð!

Ég er pirruð yfir þessari ríkisstjórn. Ég kaus hana og er verulega ósátt. Nú eru komnir hópar blaðamanna til að fylgjast með atburði sem er á heimsvísu..En nei, Jóhanna og Steingrímur finna þessu allt til foráttu. Steingrímur veit ekki hvort hann kýs og Jóhanna veit ekki um hvað hún á að kjósa. Nú breiði ég bara yfir höfuð og skammast mín:) Ef þessi stjórn ætlar að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna þá verða margir til að yfirgefa hana. Allavega ég og þarf ekki þessi ósköp til.
mbl.is Ekki formlegir fundir á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha! Kaustu þessi ósköööööp yfir okkur Silla? Hverjum hefði dottið þetta í hug að þetta yrði svona.  Það hafa sennilega fáir reiknað með því að ríkisstjórnin mynda vinna algjörlega á móti því sem meirihluti þjóðarinnar vill.  Þau eru eiginlega bara fyndin þessa dagana.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 20:14

2 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Hjartanlega sammála. Orð í tíma töluð en hef það fram yfir þig að ég kaus ekki þessi ósköp yfir okkur.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 2.3.2010 kl. 20:18

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk bæði. Jónína nú er ég búin að koma Gunna á bloggið..Vantar bara mynd af kalli:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.3.2010 kl. 20:24

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Auðvit Silla verður fólk pirrað á vanhæfir ríkisstjórn verst er að hún er ekki alveg heiðarleg.

Rauða Ljónið, 2.3.2010 kl. 20:31

5 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Maður kýs ekki eftirá . . .

Axel Pétur Axelsson, 2.3.2010 kl. 20:32

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Axel, þú meinar að ég megi ekki iðrast?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.3.2010 kl. 20:37

7 identicon

Thad thýdir samt ekki ad thú aetlir ad kjósa Skítseidisflokkinn eda Framsóknarspillinguna.   Mér finnst ad stjórnin eigi ad hlusta á fólk sem hefur verid ad benda á ad lagalega séd beri ekki almenningi ad borga thetta. 

Skítseidisflokkurinn og Framsóknarspillingin rústudu efnahagnum.  Fyrsti afleikur núverandi stjórnar var ad fá Svavar Gestsson til thess ad semja.  Annar afleikurinn er hlusta ekki á sérfraedinga eins og thann franska vin Evu sem kom fram í Silfri Egils.

En aldrei aftur Skítseidisflokkinn og Framsóknarspillinguna.

Gummi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 20:49

8 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þið sem létuð blekkjast og kusuð þessa aumu ríkisstjórn til valda, þið eigið auðvitað að leita til Talsmanns neytenda og kæra FLokkanna fyrir "vörusvik - myglað mjöll í pokannum..!"

Þessi stórhættulega & vonlausa ríkisstjórn er því miður ekki vanhæf, hún náði nefnilega aldrei að verða hæf - í raun táknrænt fyrir þessa stjórn þegar hún "fór NORÐUR og svo beina leið.......!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 2.3.2010 kl. 20:59

9 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Sigurbjörg, þessi Ríkisstjórn sem nú situr bjó ekki til þetta skelfilega hrun sem hún er að reyna að koma einhverju lagi á. Ert þú búin að gleyma síðustu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hvar byrjaði hrunið?

Það má segja að það hafi byrjað með nýfrjálshyggju þessara tveggja flokka og það sem þó var aðalástæðan var að leyfði útþenslu bankanna með allri þeirri spillingu sem þar þreifst, með handónýtt Fjármálaeftirlit stjórnað af Sjálfstæðisflokknum og gamlan pólitískan fausk í Seðlabankanum sem hugsaðu um það eitt að deila og drottna, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Þegar þeir gáfu fjárglæframönnum úr eigin flokkum Landsbankann og Búnaðarbankann, þeir sem áttu að borga smáupphæð fyrir Landsbankann þóttust eiga fullt af peningum (Björgólfarnir) eftir að hafa rekið brugghús í Rússlandi. En fóru svo í Búnaðarbankann og slógu þar lán til að borga bankann, það lán sögðust þeir borga að hálfu leyti ef hinn helmingurinn væri afskrifaður. Þeir sem keyptu Búnaðarbankann voru Ólafur í Samskip og Finnur Ingólfsson, mennirnir sem sópuðu til sín eignum Samvinnutrygginga ólöglega en slógu þó lán í Landsbankanum til að kaupa Búnaðarbankann, eru þeir búir að borga það?

Sigurbjörg, ertu búin að gleyma þessari forsögu, aðdraganda hrunsins. Ég veit að nú er reynt með öllum ráðum að gera Samfylkinguna ábyrga fyrir hruninu. Allt sem olli því var búið og gert áður en hún gekk það óheillaskref að taka þátt í Ríkisstjórn Geirs Haarde á miðju ári 2007 en þá var Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera í Ríkisstjórn í 17 ár. Vinstri grænir komu ekki í Ríkisstjórn fyrr en snemma á árinu 2009, sem sagt í fyrra. 

Sigurbjörg, heldur þú að það sé nokkurt stjórnmálafl á Íslandi sem  gæti kippt okkur á einu augabragði aftur í þá velsæld sem við héldum að við byggjum við? Og væri það æskilegt?

Liði þér betur ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stjórnuðu landinu?

Ekki loka augunum fyrir þeim staðreyndum sem liggja á borðinu, núverandi ríkisstjórn bjó ekki til skrímslið ICESAVE, hún fékk það ólukkumál til lausnar og einhvernvegin mun það takast.

Enn umfram allt, ekki taka þátt í þessum skrípaleik sem settur verður á svið á laugardaginn næsta, hina margumtöluð þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt. Atburð sem ólíkindatólið á Bessastöðum er valdur að.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.3.2010 kl. 21:08

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég er ekki sammála þér núna Sigurður. Við eigum þann lögskipaða rétt að kjósa. Og vilt þú afnema það eingöngu vegna þess að "sumir" vilja segja nei.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.3.2010 kl. 21:39

11 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Auðvitað meinti ég JÁ. Sigurður Grétar! Afsakið meinleg villa!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.3.2010 kl. 21:41

12 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Sigurður. Heldur þú að stjórnarflokkarnir í dag séu svo tandurhreinir af þessu hruni? Ertu búinn að gleyma því að Samfylkingin stóð vagtina með sjálstæðismönnum. Og getur þú tekið undir þetta væl og undirlægjuhátt forsætisráðherra að það eigi að fresta kosningum og gefa Bretum og Hollendingum undir fótinn. Sem betur fer er íslenskaþjóðin í þeirri stöðu í dag, vegna þess að hún á foseta sem lætur ekki erlendarþjóðir kúga okkur. Og sendum þjóðum heims þau skilaboð á laugardaginn og segjum stórt NEI.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 2.3.2010 kl. 21:50

13 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Og auðvitð verður mitt svar stórt NEI í kosningunni sem vonandi fer fram næsta laugardag. Bara svo það sé á hreinu!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.3.2010 kl. 21:55

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurður Grétar á sér langa sögu og góða, en hún er núna langt að baki. Hann rígheldur í gamlar hugmyndir sem allir aðrir vita að eru blekkingar. Það versta sem hann hefur gert á ævinni er að styðja þessa handónýtu og skaðlegu ríkisstjórn.  

 

Núverandi ríkisstjórn bjó til Icesave-málið frá upphafi til enda. Fyrir kröfum Breta og Hollendinga er engin lagagrunnur og því mátti strax í upphafi málsins sjá að þær myndu ekki standast. Ríkisstjórnin þóttist hins vegar menn með mönnum, en hafa klúðrað herfilega hverju einasta skrefi málsins. Stærsti glæpur stjórnarinnar er að hafa hafnað öllu samráði, við stjórnarandstöðuna jafnt sem vitmenn innan lands sem utan.

 

Sigurður bíður núna eftir að fá fyrirskipun um hvort hann eiga að kjósa JÁ eða NEI. Jóhanna er fremur óákveðin, en að lokum mun hún gefa út sinn dóm og Sossa-hjörðin kjósa eins. Hún segist hafa betra tilboð en hún sjálf samdi um og líklega mun hún tilkynna að hún hafi undirritaðan samning. Ætlar hún þá að kjós JÁ með verri samningnum og hvað myndu nýlenduveldin gera þegar þau fréttu að verri samningurinn hafi verið samþykktur ?

 

Eða ætlar Jóhanna að kjósa NEI og hafa þá tekið þátt í að afnema ekki bara vextina heldur höfuðstólinn líka ? Í þeirra stöðu mun hún líklega berjast fyrir samþykkt nýgja samningsins sem er miklu verri en samþykkt hafði verið af Þjóðinni. Þú ættir Sigurður að reyna að koma vitinu fyrir Jóhönnu, eða það sem væri miklu skynsamlegra að flytja hana á Klepp.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.3.2010 kl. 22:32

15 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Loftur, ekki hefði ég búist við slíkri svívirðingu frá þér þó við séum ósammála um flest. Ég hef hlustað á aðra og skoðað hvað þeir hafa að segja, í gamla daga var oft ágætt að hlusta á þig.

En að  þú skulir voga þér að segja þetta:

Sigurður bíður núna eftir að fá fyrirskipun um hvort hann eiga að kjósa JÁ eða NEI

hefði ég aldrei búist við frá þér, en lengi skal manninn reyna. 

Það er ekkert leyndarmál að ég er fyrir löngu búinn að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í þessum skrípaleik sem þessari  þjóðaratkvæðagreiðsla er.

Ekki hélt ég að þú værir orðinn svo langt leiddur í þinni últra  hægrimennsku að þú þurfir að grípa til svo lágkúrulegra bragða svo sem áskorunar um að forsætisráðherra verði fluttur á Klepp.

Ég kveð þig hér með og vona þín vegna að þitt sálarlíf fáir einhvern bata. Framvegis mátt þú segja hvað sem þú vilt um mig, það sakar mig ekki, en ég mun ekki eyða orðum á þig í framtíðinni.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.3.2010 kl. 23:49

16 identicon

Ja hérna bara vinaslit á blogginu...

Olli (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 02:05

17 identicon

Heil og sæl Sigurbjörg; sem og, þið önnur, hér á síðu hennar !

Loftur og Sigurður Grétar !

Í Guðanna bænum; látið ekki, tvo mestu óþverra flokka, Íslands sögunnar ''Sjálfstæðisflokk'' og ''Samfylkingu'' sundur spilla. hinu forna bræðralagi ykkar, ágætu drengir.

Mjög sjaldan; er ég sammála sjónarmiðum ykkar, en met vel fram sett skrif; oftlega, sem og fjörlegar frásögur ykkar, og ekki alltaf, af stjórnmálalegum toga, sem betur fer, þó; ærin séu viðfangs efnin þar svo sem, einnig.

Vona; að þessar línur mínar, hjálpi ykkur, til þess að ná gamalli eindrægni, á ný - ykkar; í millum.

Nógsamleg; er andskotans sundrungin samt; hér allvíða, á Fróni.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 02:58

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skemmtileg umræða Sigurbjörg!

Voðalega er fólk viðkvæmt. Segir upp vinskap eins og skólakrakkar í mútum...hehe..sumir verða aldrei fullorðnir hversu gamlir sem þeir verða...

Ég er t.d. vinur allra, enn það vilja ekki allir vera vinir mínir. Fólk fattar ekki hverju það missir af...

Óskar Arnórsson, 3.3.2010 kl. 09:13

19 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er aldeilis að menn tjá sig opið og hreinskilnislega.

Sumt er ekki fyrir viðkvæma.

Mörgum virðist átján mánaða stjórnaraðild Samfylkingar með Sjálfstæðisflokki gleymdþ Þeim hinum sömu virðist gleymt að þeir höfðu utanríkisráðuneytið og bankamálaráðuneytið. Sá ráðherra sagði reyndar af sér af skömm. Þá gleymir fólk varnarræðum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur vestanhafs- og austan fyrir íslensku bankana. Enn gleymir fólk þætti Jóns Sigurðssonar formanns stjórnar Fjármálaeftirlitsins og varaformanns stjórnar Seðlabanka Íslands.

Samfylking þykist saklaus sem barnið í vöggunni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.3.2010 kl. 09:26

20 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimir, mörgum virðist 18 ára stjórnarseta Sjálfstæðisflokksins, lengst af meða Framsóknarflokknum, gleymd. Athyglisvert að þú nefnir ekki Framsóknarflokkinn, hvers vegna?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.3.2010 kl. 10:02

21 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurður, til er gamalt máltæki sem segir: Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

 

Ég vona að þú missir ekki svefn þótt ég telji líklegt að þetta orðtak eigi við um þín viðbrögð. Þótt þú viljir sjálfsagt ekki taka mig til eftirbreytni, þá mættir þú íhuga það sem Sigurbjörg vinkona okkar segir:

 

 

Ég er pirruð yfir þessari ríkisstjórn. Ég kaus hana og er verulega ósátt. Nú eru komnir hópar blaðamanna til að fylgjast með atburði sem er á heimsvísu..En nei, Jóhanna og Steingrímur finna þessu allt til foráttu. Steingrímur veit ekki hvort hann kýs og Jóhanna veit ekki um hvað hún á að kjósa. Nú breiði ég bara yfir höfuð og skammast mín:) Ef þessi stjórn ætlar að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna þá verða margir til að yfirgefa hana. Allavega ég og þarf ekki þessi ósköp til.

 

 

Hvers vegna heldur þú að flótti sé brostinn á, í liði Samfylkingarinnar ? Heldur þú að það hafi eitthvað að gera með heimskulega og einstrengingslega afstöðu Jóhönnu og Össurar ? Getur verið að fylgishrun Sossanna hafi eitthvað að gera með Icesave-klafann, sem þeir hafa mánuðum saman reynt að þvinga á þjóðina, í andstöðu við lög og rétt ?

 

Ég dreg til baka orð mín um að þú bíðir eftir skipunum Jóhönnu varðandi þjóðaratkvæðið og biðst afsökunar á að þekkja ekki þinn innri mann og hugrenningar betur. Nú liggur fyrir yfirlýsing þín um að þú teljir undistöðu lýðræðisins, almennar kosningar, vera “skrípaleik”. Hvað segir það um siðferðilegan og pólitískan þroska þinn ?

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.3.2010 kl. 10:09

22 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eins og þú veist Sigurður, þá höfum við Framsóknarmenn verið feimnir við að viðurkenna fortíð okkar vegna margvíslegra mála sem upp hafa komið er varða fjárreiður fyrirtækja, félaga, sjóða, banka, tryggingafélaga o.m.fl.

Þessu svara ég þér í einlægni og veit að þú ferð ekki með lengra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.3.2010 kl. 10:11

23 identicon

Sigurður Grétar Guðmundsson:

Þú spurðir þarna hvort lánið hjá Landsbankanum sem tekið var þegar Ólafur í Samskip keypti búnaðarbankann hefði verið greitt en svarið er já.

Það er ekkert verið að fela það neitt, þú gætir örugglega fenið upplýsingar um það ef þú myndir á annað borð falast eftir þeim.

Viðar (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 10:21

24 identicon

Það á nú bara að  leggja niður Sjálfstæðisflokk og Samfylkinguna. Þetta er ekkert nema krabbamein.

Stefán (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:11

25 identicon

Ég er leiður á stjórnarandstöðunni, Sérstaklega kolkrabbasyninum Sigmundi. Núna berast fréttir af því að við hefðum ekki sent svar til breta út af því að Sigmundur var hræddur um að sá samningur væri það góður að við myndum kannski samþykkja hann. Núna er það bara Sigmundur kolkrabbi og nokkrir ruglaðir bloggarar sem eru á móti því að það sé samið.

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:22

26 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú er hlegið hátt, því að Bjöggi gekk í bæinn. Þessi maður er búinn að spranga um Netið þvert og endilangt og skemmta mannskapnum með sínum skörpu og djúphugsuðu athugasemdum.

Núna upplýsir hann um leiða sinn, vegna baráttu stjórnarandstöðunnar gegn svikum og brögðum Icesave-stjórnarinnar. Það er auðvitað ekki falleg hegðun að hlægja að leiða-Bjögga í hans ömurlegu aðstæðum. Hann ásamt hinum Sossunum hefur tekið þátt í að fremja landráð, sem lengi mun verða minnst í sögu landsins.

Bjöggi segist vilja semja við nýlenduveldin, en hvers vegna það Bjöggi ? Var ekki Icesave-stjórnin búin að gera glæsilegan samning og það frekar tvo glæsilega samninga, en einn ? Á nú að gera þriðja glæsilega samninginn til að gleðja Breta og Hollendinga ?

Haltu áfram Bjöggi minn að skemmta landslýð.

Þjóðarheiður - gegn Icesave.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.3.2010 kl. 12:43

27 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk fyrir innlitin allir mínir vinir, sem virðast að stórum hluta karlkyns.

Og eru svo ekki öll dýrir í skóginum vinir. Við verðum að fá að hafa okkar skoðanir, hvert og eitt...Og við lærum aldrei ef ekki eru skoðanaskipti. Það er mitt mat. Góðar stundir og stórt NEI á laugardaginn

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.3.2010 kl. 13:22

28 Smámynd: kallpungur

það er með þessa blessuðu vinstrimenn að þeir geta ekki viðurkennt nein mistök. Þeim hentar betur að kenna öðrum um sínar ófarir. Ekki ætla ég að dásama það bú sem þeir tóku við, en ekki hafa þau bætt ástandið. Mistök þeirra í Icesave málinu eru mörg og ætla ég ekki að fara að telja þau öll upp hér núna. En enn eru þeir að gera mistök. þau felast í því að ætla að forðast þjóðaratkvæðagreiðsluna sem er núna ansi vænt tromp í í þessu máli. Nei á laugardaginn sendir mörg skilaboð, en þau mikilvægustu eru þau að ekki er réttlætanlegt að einkavæða gróðann en ríkisvæða tapið. Einnig má segja að Íslendingar láta ekki bjóða sér hvað sem er hvort sem það er maðkað mjöl, eða ánauðarsamninga eins og þennann sem stendur til að kjósa um.

Ég er ekki hissa á þessum pirringi í þér Sigurbjög þetta lið sem þú eyddir atkvæði þínu í er greinilega ekki þess vert. Ekki ætla ég heldur segja þér hvað þú hefðir átt að kjósa það er ekki mitt mál, en þú ert núna reynslunni ríkari og gerir ekki sömu mistökin aftur er það?Loforð stjórnmálamanna eru oft eins og glópagull, fögur en einskis virði.

kallpungur, 3.3.2010 kl. 15:43

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð að kíkja inn, get ekki verið minni en önnur stórmenni hér að ofan. En hef engu við þetta að bæta, ég er líka pirraður, Silla.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2010 kl. 16:12

30 identicon

Sigurbjörg, ég verð nú að kalla þig góða að vera bara pirruð  þú hlýtur að hafa mjöööög háann þolinmæðisþröskuld (er þetta orð annars til ??) ég er búin að vera svo reið, reyndar orðin sótvond og brjáluð, svo lengi að ég held ég sé komin með krónískann höfuðverk af eintómri illsku

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 19:50

31 Smámynd: Vilborg Auðuns

ég er líka pirr............ og ég heimta að fá að kjósa á laugardaginn

Vilborg Auðuns, 3.3.2010 kl. 19:51

32 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

NEI á laugardag og NEI við öllu sem á að klína á mig undir nafninu Icesave

Jón Snæbjörnsson, 3.3.2010 kl. 20:38

33 Smámynd: Arnbjörn Eiríksson

Já það eru margir orðnir pirraðir og sjálfsagt er það eðlilegt. En það væri fróðlegt ef einhverjir sem hér hafa verið að skrifa í athugasemdir gætu skírt út um hvað þeir ætla að kjósa á laugardaginn. Vegna þess að margir halda að það sé um hvort við viljum borga eða borga ekki en það er ekki svo.  Ég er að mestu leiti sammála Sigurði Grétari sem hann skrifar hér.

Arnbjörn Eiríksson, 3.3.2010 kl. 21:46

34 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já ég ætla að segja nei því það hafa komið betri samningar upp á borðið. Þetta er eins og að kjósa einn flokk og komast að því að annar er kanski skárri,(SKÁRRI). Anda djúpt og skrifa svo.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 3.3.2010 kl. 23:01

35 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Arnbjörn virðist sitja inni með upplýsingar sem okkur hinum eru huldar. Hann segir að ekki sé kosið um "hvort við viljum borga eða borga ekki". Flestir telja að kosningarnar snúist að miklu leyti um þetta atriði.

Hvernig væri að Arbjörn upplýsti okkur um hvað kosið verður  í þjóðaratkvæðinu. 

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.3.2010 kl. 23:32

36 identicon

Ef að það var allt í fínasta lagi að borga íslendingum innistæður sínar til baka, af hverju er það ekki í lagi að borga bretum og hollendingum innistæður sínar? Ég skil ekki þessa heimsku í ykkur.

Einar (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 05:18

37 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Tryggingasjóðir í Bretlandi (Financial Services Compensation Scheme) og í Hollandi (De Nederlandsche Bank) greiddu innistæðueigendum margfalda tryggingaupphæð Evrópusambandsins.

Í Bretlandi voru greidd £50.000 og í Hollandi €100.000. Þetta er langt umfram þær  €20.887 sem Evrópusambandið hafði ákveðið sem lágmarks tryggingu.

Icesave-útibú Landsbankans greiddu full trygginga-iðgjöld í Bretlandi og Hollandi. Hvers vegna ættu tryggingasjóðir landanna þá ekki að greiða fullar bætur, til eigenda innlánsreikninga í útibúunum ? Hvers vegna ætti almenningur á Íslandi að beygja sig fyrir þessum ólöglegu og siðlausu kröfum ?

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.3.2010 kl. 05:51

38 Smámynd: Reputo

Það fyndna í þessum samningamálum er að við Íslendingar erum alltaf smælinginn sem tekur á móti tilboðum frá nýlenduþjóðunum. Þegar Hollendingar og Bretar skitu á sig með því að borga út langt umfram það sem kveðið er á um, að þá ættu það að vera við sem komum með samningstilboð og loka tilboð og lokaloka tilboð en ekki öfugt. Það hljótum að vera við sem höfum trompið á höndinni, og við ættum að vera setja skilyrðin en ekki hinir. Þetta eru ein af mörgum mistökum ríkisstjórnarinnar og ekki seinna vænna en að fara snúa þessum hlutum við.

Það eru aðeins fjórir fámennir hópar sem tala gegn okkur Íslendingum í þessu máli. Það eru ríkisstjórn Breta, ríkisstjórn Hollands, ríkisstjórn Íslands og svo fámennur hópur fylgenda. 

Reputo, 4.3.2010 kl. 08:33

39 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Loftur, það gildir einu hvað menn halda eða telja sig vera að kjósa um. Spurningin á kjörseðlinum snýst aðeins um synjun eða samþykki á breytingum, sem Alþingi gerði í lok desember, á gildandi lögum nr. 96/2009 sem Alþingi samþykkti 28. Ágúst og forsetinn staðfesti 2. september 2009. Þau lög eru í gildi í dag með áorðnum breytingum. Verði breytingar lögin samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, gilda þau að

sjálfsögðu áfram. Verði þeim hafnað gilda engu að síður áfram í gildi lögin nr. 96/2009 óbreytt. Þau lög staðfesta greiðsluviðurkenningu Íslendinga á Icesave.

Því verður ekki breytt með nei-i á laugardaginn. Að halda örðu fram eru ósannindi. 

Yfirlýsing forsetans

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 10:41

40 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

-Verði þeim hafnað gilda engu að síður áfram lög nr. 96/2009 - óbreytt.-..... átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 10:44

41 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

   

Axel, hefur þér dottið í hug að jafnvel forsetar geta haft rangt fyrir sér ? Þú (og forsetinn) haldið því sem sagt fram, að í gildi séu tvenn lög um ábyrgðir á Icesave-kröfunum. Er þá Icesave-stjórnin búin að tryggja nýlenduveldunum bæði belti og axlabönd ? Eiga þau að geta valið um hvor lögin þau hagnýta sér ?

 

Staðan er auðvitað ekki þessi sem þú heldur. Fyrri ábyrgðirnar voru samþykktar með fyrirvara um að nýlenduveldin yrðu að samþykkja skilmálana sem í þeim fólgst. Jafnframt varð fjármálaráðherra Íslands að staðfesta þau, til að þau tækju gildi.

 

Fyrir liggur að nýlenduveldin höfnuðu þeim ábyrgðum sem þeim bauðs, þess vegna voru önnur lög samþykkt. Þar af leiðandi staðfesti fjármálaráðherra ekki lögin. Fyrri ábyrgðirnar eru því algerlega úr sögunni, hvað sem skeður með síðari lögin. Hins vegar ef einhverjir stuðningsmenn Icesave-stjórnarinnar halda fram hinu gagnstæða, þá verður Alþingi fljótt að setja afnáms-lög.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.3.2010 kl. 11:13

42 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei Loftur það eru ekki í gildi tvenn lög. Í gildi eru lög nr. 96/2009 með breytingum á þeim lögum, geðum í lok des. Synjun í kosningunum hafnar aðeins breytingunum. Spurningin á kjörseðlinum er einfaldlega þannig. Ekkert umfram það.

Bretar og Hollendingar höfnuðu niðurstöðu laga 96/2009 satt er það. En ef þú telur að það hafi ómerkt lögin þá ert þú að segja að Bretar og Hollendingar hafi löggjafarvald á Íslandi eða hið minnsta neitunarvald, sem er meira vald en forsetinn hefur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 11:41

43 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég viðurkenni Axel, að um þessi atriði er svigrúm til deilna. Þess vegna verður hreinlegast að Alþingi felli niður lög nr. 06/2009.

Ég verð ekki hissa þótt strax í nærstu viku komi fram á Alþingi frumvarp um að fella niður lögin og þá er málið búið.

Þjóðarheiður - gegn Icesave.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.3.2010 kl. 12:27

44 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála næstu dagana eftir laugardaginn. Laugardagurinn verður sögulegur í lýðveldissögunni, hvernig sem á hann verður litið. Vonandi berum við gæfu til þess Loftur, að vinna það besta úr því sem dagurinn sá gefur af sér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 16:37

45 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Sigurbjörg. Það voru margir sem kusu þessa ríkisstjórn vegna hrunsins. Með henni kom engin ný hugsun, nema í minnihlutahóp VG. Framganga Jóhönnu og Steingríms í þessu máli nú, sýnir fyrst og fremst taktleysi. Þegar Ingibjörg Sólrún sagði þið eruð ekki þjóðin, kom berlega í ljós hvað hún var komin langt frá þjóðinni. Nú, koma slíkar yfirlýsingar frá þeim hjúum í hverri viku.

Sigurður Þorsteinsson, 5.3.2010 kl. 00:06

46 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Kosningadagurinn runninn upp og ég er búin að fá ósk mína uppfyllta og er búin að kjósa. En lélegar fundust mér yfirlýsingar Jóhönnu og Steingríms við fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu Lýðveldisins..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.3.2010 kl. 13:38

47 identicon

Ertu ekki komin í gleðigírinn Sigurbjörg mín?

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:02

48 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jú svo sannarlega. Svo ánægð með að fólkið fékk að segja sína meiningu. En ég er enn sama sinnis í sambandi við hvernig þau tjáðu sig þessi tvö..Takk fyrir innlitið Jónína ;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.3.2010 kl. 13:06

49 identicon

Mér finnst eiginlega stórkostleg að sjá hvernig þau eru tákn þess gamla og sitja þarna eins og þversum spýtur. Það er gott að einhver býður sig fram í að vera tákngervingar þessa gamla sem núna er að fara út.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband