Leita í fréttum mbl.is

Prófkjör á prófkjör ofan.

Enn eitt prófkjörið að baki. Það hefur greinilega verið slegist í Kópavoginum. En hvað sem fólki kann að finnast um prófkjör eru þau samt besta leiðin sem við enn þekkjum til að sýna vilja kjósenda. Aðferðir í prófkjörum hafa reyndar oft verið umdeildar..Opið prófkjör-lokað prófkjör. En allavega er það mín skoðun að prófkjörsleiðin sé betri en uppstillingaleiðin. Þar eru það fáir útvaldir sem velja. Þetta á við alla flokka.. Best væri ef almenningur fengi svo í kosningum að velja af listunum óháð flokkum..Hvenær verður sú hugmynd að veruleika á Íslandi flokkakerfissins!
mbl.is Ármann öruggur í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Enn hefur ekki fundist betri leið fyrir vilja almennings en prófkjör. Þá aðferð mætti fullkomna með því að færa prófkjörið inn í kjörklefann. Þar sem kjósendur gætu raðað frambjóðendum þess flokks, sem þeir kjósa, í þá röð sem þeir vilja hafa þá.

Að kjósa menn sitt á hvað af þessum lista eða hinum tel ég illframkvæmalegt eða eiga hið minnsta langt í land.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2010 kl. 22:43

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Megi drengnum vegna vel áfram. Hann er alla vega hreinlyndur ennþá, tel ég!

En það er gífurlega mikil ábyrgð sem fylgir valdi.

Hef ekki ennþá fundið mig tilknúna að úthúða Gunnari I. Birgis. en um leið og ég fæ slíka þörf hjá mér mun ég svo sannarlega blása út á minn ó-kurteisislega og ó-pólitíska hátt eins og ég er vön hér á blogginu.

Tel einnig að Halldór Jónsson hafi ekki fengið að svara fyrir sig á réttlátann hátt í umfjölluninni! En ég er nú eins og allir vita, ekki alvitur, heldur bara kelling með ákveðnar skoðanir sem ég hef búið til sjálf í mitt höfuð . Og út frá eigin reynslu í lífinu! M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.2.2010 kl. 22:43

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk bæði tvö..

Ég hef sjálf tekið þátt í prófkjöri. Meira að segja tvisvar. Það er út frá þeirri reynslu sem ég skrifaði þetta. Var í VINNU fyrir bæjarfélagið mitt í 12 ár og þekki smávegis til mála:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.2.2010 kl. 22:48

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Reyndar eins og maðurinn minn segir..ekki bara 12 ár heldur 16 ár en hann gerir ekki mikinn greinarmun á nefndarstarfi (barnavernd) og bæjarstjórn. Hvort tveggja er jú mikilvægt.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.2.2010 kl. 22:51

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Niðurstaðan er yndisleg! Gamall jarðvöðull sem hefur virkilega tekið til hendinni og vaðið yfir allt og alla fær gula spjaldið. Manninum er meinilla við nefndir, umfjöllun og umræður og það passar stundum og stundum ekki. Núna virðist það ekki passa.

Flosi Kristjánsson, 20.2.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband