Leita í fréttum mbl.is

Augu almennings.

Það er vel ef allra augu verða á Íslandi á næstunni. Þá ekki aðeins augu frekjulegra ráðamanna í Bretlandi og Hollandi heldur almennings í löndunum í kring um okkur. Það er ekki spurning að ákvörðun forseta Íslands vakti athygli á réttindum manneskjunnar til að hafa eitthvað að segja um framtíð sína.
mbl.is Allra augu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega Sigurbjörg

Jón Snæbjörnsson, 29.1.2010 kl. 08:24

2 identicon

Almenningur í Bretlandi og Hollandi bíður spenntur eftir því að fá Icesave reikninginn sem frekjurnar þeir Darling og Bos eru að reyna að forða þeim frá að borga. Ég er alveg viss um að sjómennirnir í Hull og verkamennirnir í Birmingham iða í skinninu yfir því að taka á sig skuldirnar af íslenska bankapakkinu því að þeir vorkenna Íslendingum þessi ósköp. Já, þegar búið er að skýra málið fyrir almenningi þessara landa (þ.e. að það snýst um það hvort það verða íslenskir eða breskir/hollenskir skattgreiðendur sem borga lágmarkstryggingarnar af Icesave-reikningunum) þá er ég handviss um að þeir hrópa: "halelúja, sendið okkur þennan reikning því að Íslendingar eiga svo bágt! Bætið þessu endilega ofan á milljarðana sem við höfum eytt í bankana. Skerum meira niður í velferðarkerfinu okkar svo að Íslendingar sleppi aðeins betur".  Sennilegt ekki satt ...

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 08:56

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Almenningur í útlöndum veit varla að við erum til.  Hvaðan kemur þetta mikilmennskubrjálæði í Íslendinga að halda að heimurinn standi á öndinni yfir okkur.  Þeir sem sjá Ólaf Ragnar í útlöndum á fundum finnst hann örugglega furðufyrirbæri.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.1.2010 kl. 09:51

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þórdís Bára. Ég kalla það ekki mikilmennskubrjálæði að vilja ekki sýna undirgefni. Þó við séum fá þá eigum við jafn mikinn tilverurétt og stærri þjóðir.

Sigurður, ég held að þegar fólk sem á annað borð skoðar þetta, sér stærðirnar í þessum greiðslum í samhengi, þá muni viðhorfið breytast. Og var það ekki almenningur á Íslandi sem stýrði bönkunum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.1.2010 kl. 10:02

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það átti að standa þarna..það var ekki almenningur...

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.1.2010 kl. 10:03

6 identicon

Né var það almenningur í Bretlandi og Hollandi sem stýrði bönkunum þar. Það getur vel verið að til sé svo hjartahreint fólk í þessum löndum að það sé tilbúið til að taka á sig þessar byrðar, þótt stjórnvöld þeirra (sem og reyndar stjórnvöld allra nágrannalandanna) telji að þeim beri ekki taka þær á sig, af góðmennsku við fámenna þjóð. En mér finnst það nú reyndar afskaplega ólíklegt, enda finnst þeim að skattgreiðendur þessara landa hafi þegar þurft að taka á sig það mikið að á það sé ekki bætandi.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 10:35

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurður Jónsson ætti að kynna sér málið örlítið, áður en hann kemur fram með yfirlýsingar eins og eftirfarandi:

 

Það getur vel verið að til sé svo hjartahreint fólk í þessum löndum að það sé tilbúið til að taka á sig þessar byrðar, þótt stjórnvöld þeirra telji að þeim beri ekki taka þær á sig, af góðmennsku við fámenna þjóð. Ég er handviss um að þeir hrópa: "halelúja, sendið okkur þennan reikning því að Íslendingar eiga svo bágt!

 

Íslendingar eru ekki að biðja um góðmennsku. Réttarstaðan er okkar megin í Icesave-málinu. Okkur ber engin skylda til að veita ríkisábyrgð á innlánsreikningum útibúa Landsbankans innan Evrópusambandsins. Að auki var allt eftirlit með innláns-reikningum útibúanna á höndum gistiríkjanna Bretlands og Hollands. Þetta stendur skýrum stöfum í tilskipunum Evrópusambandsins og einn heldsti sérfræðingur ESB í bankamálum og höfundur margra tilskipana þess hefur staðfest þetta opinberlega.

 

Öll sök er því hjá nýlenduveldunum og það er hjákátlegt þegar stuðningsmenn Icesave-stjórnarinnar reyna að snúa út úr þeirri staðreynd. Kynntu þér málið nærst Sigurður og hættu að fara með fleipur í alvarlegu máli.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.1.2010 kl. 13:06

8 identicon

Já sem betur fer þá hafði forsetinn kjark til þess að skrifa ekki undir. Ég er alveg viss um að við eigum eftir að ná miklu betri samningum enda hefur sýnt sig að við höfum stuðning margra á erlendri grund og kannski kemur það svo í ljós að við höfum alls ekki átt að greiða þessa peninga.  Það hefur nú sýnt sig að það hefur ekkert stórkostlegt gerst þrátt fyrir allar hrakspár um að heimurinn myndi hrynja yfir okkur.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 18:10

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jónína, ef þú hefur ekki nú þegar komið við á síðunni minni, þá skoðaðu þetta:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/1003596/

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.1.2010 kl. 18:27

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég mæli með að þið skoðið fróðleik sem Loftur hefur sett á sína síðu. Þar er ekkert út í bláinn og vitnað til gagna.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.1.2010 kl. 18:36

11 identicon

Ég fer oft inn á síðuna þína Loftur og finnst fróðlegt að lesa það sem þar stendur þó að ég blandi mér ekki í umræðuna. Ég hef líka verið að lesa síðuna hjá Þór Saari og finnst alveg stórmerkilegt hvað hann hefur verið að benda okkur á.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 20:59

12 identicon

Ég er nú bara á bloggvinaflakki það er langt síðan að ég hef litið hér við.

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 15:09

13 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Kvittkvitt

Valdís Skúladóttir, 1.2.2010 kl. 00:26

14 identicon

Loksins,loksins, er málstaður okkar að heyrast í útlöndum. Ég er því miður hræddur um að stjórnmálamenn okkar aulist til að gera smávægilegar breytingar á samningnum til að sleppa við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það væri ekki gott.

Það skiptir miklu máli að við fáum að kjósa,þannig að vilji þjóðarinnar komi greinilega í ljós.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 00:27

15 Smámynd: Sigurður Jónsson

Gleymdi.

Bestu kveðjur úr Garðinum. Hér er allt rólegt í framboðsmálum. ætli það verði bara ekki einn listi.

Sigurður Jónsson, 1.2.2010 kl. 00:30

16 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já ætli ekki það bara Sigurður..Svo einhuga fólk í Garði:) Takk fyrir innlitin:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.2.2010 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Eiríksdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Mamma og amma en ung í anda að EIGIN mati. Nýorðin langamma....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband